Vilja sameina sjóði sveitarfélaga

Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar stendur vel í samanburði við aðra sjóði.
Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar stendur vel í samanburði við aðra sjóði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórnendur Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga (LSS) eru þessa dagana að kynna fyrir sveitarfélögunum tillögur um að sameina lífeyrissjóðina. Talið er að hægt að spara umtalsvert í rekstri sjóðanna með sameiningu.

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga var stofnaður árið 1998. Þetta var gert þannig að allir nýir starfsmenn greiddu í sjóðinn en eldri starfsmenn gátu valið um hvort þeir greiddu í nýja sjóðinn eða gömlu sjóðina. Þar sem engir nýir sjóðsfélagar bætast í gömlu sjóðina munu þeir smátt og smátt líða undir lok þegar sjóðsfélagar komast á eftirlaun og falla frá. Sjóðirnir greiddu 2,8 milljarða í lífeyri í fyrra, en þessi upphæð fer upp í 5 milljarða árið 2031 en lækkar síðan nokkuð hratt.

Sveitarfélagasjóðirnir eru níu, en sex sjóðir hafa falið LSS að sjá um rekstur sinn. Þetta eru Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur, Húsavík, Akranes og Neskaupstaður. Lífeyrissjóðir starfsmanna Akureyrar, Reykjanesbæjar og Vestmannaeyja eru ekki inn í samstarfinu við LSS.

Sérstök stjórn er yfir öllum þessum sjóðum og kostnaður fylgir því að reka þá í sitt hvoru lagi. Jón G. Kristjánsson, framkvæmdastjóri LSS, segir áætlað að hægt sé að spara 347 milljónir króna með því að sameina þessa sex sjóði. Hann segir að verið sé að kynna þetta mál fyrir sveitarfélögunum þessa dagana. Hann segir að áhugi sé fyrir sameiningu, en það kunni að vera að sum sveitarfélög þurfi lengri tíma til að taka ákvörðun en önnur. Jón segir að sjóðirnir verði sameinaðir þó að ekki verði allir tilbúnir til að vera með strax í fyrstu umferð.

Jón segir að tæknilega sé ekkert mál að sameina sjóðina. Haldið sé mjög vel utan um skuldbindingar hvers launagreiðanda og það haldi áfram þó búið verði að sameina sjóðina. Hann segir að sameiningin muni eiga sér stað með þeim hætti að stofnuð verði ný deild innan LSS, en þar eru fyrir tvær deildir (A-deild og V-deild).

Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar stendur best

Lífeyrissjóðir sveitarfélaganna standa misvel að vígi. Samkvæmt tryggingafræðileg úttekt, miðað við árslok 2010, er munur á eignum og skuldbindingum neikvæður um 74-81% þar sem staðan er verst, en 20% þar sem staðan er best. Langbest er staðan hjá Lífeyrissjóð starfsmanna Reykjavíkurborgar og segir Jón að líkur á að það muni nokkru sinni reyna á bakábyrgð borgarinnar vegna sjóðsins hverfandi. Þeir peningar sem Reykjavíkurborg fékk fyrir söluna á hlut sínum í Landsvirkjun fóru inn í lífeyrissjóðinn, en hluturinn var seldur á 23 milljarða sem eru 28-29 milljarðar í dag.

Athyglisvert er að skoða útkomu sveitarfélagasjóðanna í skýrslu sem Landsamtök lífeyrissjóða létu vinna og kynnt var í vetur. Ef hrein raunávöxtun sjóðanna aftur í tímann er skoðuð kemur Lífeyrissjóður Reykjavíkurborgar út best allra. Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaganna er í fjórða sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óttast ekki hið ókomna

Í gær, 23:21 „Það eru allir afskaplega rólegir fyrir þessu,“ segir Sigrún Sigurgeirsdóttir, landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, um aukna virkni sem verið hefur í Öræfajökli. Sigrún hefur lifað góðu samlífi við jökulinn alla sína ævi og býst ekki við að það muni breytast í bráð. Hún fylgist þó grannt með gangi mála. Meira »

Bíða enn eftir niðurstöðum vísindamanna

Í gær, 22:45 Engar ákvarðanir voru teknar á fundi Almannavarna nú í kvöld varðandi Öræfajökul. Óvissuástandi var lýst yfir á svæðinu í gær og hafa vísindamenn Jarðvísindastofnunar í dag unnið að því að rannsaka sýni sem safnað var í ferð þeirra, Veður­stof­unn­ar og al­manna­varna yfir jökulinn í gær. Meira »

Tólf fluttir á sjúkrahús

Í gær, 22:32 Alls voru 12 fluttir á sjúkrahús eftir rútuslys við Lýsuhól á Snæfellsnesi á sjötta tímanum í dag. Andri Heide, yfirlæknir í Ólafsvík, sem var fyrstur á vettvang, segir aðstæður hafa verið hryllilegar. Svo slæmar að einn sjúkrabílanna með reyndan bílstjóra hafi fokið af veginum. Meira »

Tvær bílveltur í Norðurárdal

Í gær, 22:10 Tvær bílveltur urðu í Norðurárdal nú í kvöld. Bæði óhöppin áttu sér stað í nágrenni við bæinn Dýrastaði á áttunda tímanum í kvöld með um kílómetra millibili. Engin slys urðu á fólki. Meira »

Glæsileg breyting á Sundhöllinni

Í gær, 21:30 Nú styttist í að Sundhöllin í Reykjavík opni að nýju með nýrri og glæsilegri útiaðstöðu, nýjum kvennaklefa og bættu aðgengi fyrir fatlaða. Sundhöllin er eitt glæsilegasta hús borgarinnar og landsmenn eru annálaðir sundáhugamenn. Breytingarinnar hefur því verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Meira »

Vilja veita Leo vernd á Íslandi

Í gær, 21:16 Solaris - hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hafa komið af stað undirskriftarsöfnun fyrir hinn eins og hálfs ára gamla Leo Nasr Mohammed og foreldra hans, Nasr Mohammed Rahimog Sobo Anw­ar Has­an. Með undirskriftunum vilja samtökin hvetja yfirvöld til að veita fjölskyldunni skjól og vernd á Íslandi. Meira »

HÍ tekur þátt í alþjóðlegu neti háskóla

Í gær, 20:30 Háskóli Íslands er orðinn hluti af edX, alþjóðlegu neti háskóla sem bjóða opin netnámskeið, en edX var stofnað af bandarísku háskólunum Harvard og MIT. Fyrsta námskeið Háskólans í edX-samstarfinu verður í norrænum miðaldafræðum Meira »

Taka ábendingar um sinnuleysi alvarlega

Í gær, 20:57 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekur ábendingar um sinnuleysi lögreglu gagnvart ósjálfbjarga stúlku alvarlega. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér nú í kvöld. Meira »

Þyrla flutti þrjá á sjúkrahús

Í gær, 20:09 Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir rútuslys sem varð við Lýsu­hól á Snæ­fellsnesi á sjötta tímanum í dag. Ekki er unnt að greina frá líðan þeirra að svo stöddu. Meira »

„Kallar á stóraukið eftirlit“

Í gær, 20:04 „Þetta kallar á stóraukið eftirlit með Öræfajökli og með ánum sem eru þarna í kring, bæði vatnsmagni og leiðni, til að reyna að gefa okkur þó meiri tíma en mögulegt er því þetta fjall er afskaplega nálægt byggð,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri á Höfn. Meira »

Vill að bankaráð ræði símtalið

Í gær, 19:57 Björn Valur Gíslason, bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands, hefur óskað eftir því að bankaráð ræði birtingu Morgunblaðsins á símtali Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. Ráðið kemur saman á fimmtudag. Meira »

Sex slasaðir í rútuslysi

Í gær, 17:34 Sex manns eru slasaðir eftir rútuslys við Lýsuhól á Snæfellsnesi. Tilkynnt var um slysið nú á sjötta tímanum í dag og eru lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir á leið á vettvang. Meira »

Rafleiðnin stöðug frá hádegi

Í gær, 17:17 Rafleiðni í Múlakvísl hefur haldist stöðug frá því um hádegi í dag, en leiðni í ánni hefur verið að aukast undanfarna daga. Brennisteinslyktin við Múlakvísl er þó áfram stæk og mælir sérfræðingur náttúruvársviðs Veðurstofunnar með því að fólk sé þar ekki mikið á ferðinni. Meira »

Gamli Garður í nefnd

Í gær, 16:40 Starfshópur á vegum Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar mun fara yfir áform um uppbyggingu stúdentagarða og stækkun vísindagarðareits á háskólasvæðinu. Þetta er gert í kjölfar alvarlegrar gagnrýni Minjastofnunar á þau áform að reisa stúdentagarða á lóð Gamla Garðs. Meira »

Hæddist að mér fyrir að „vanmeta stöðuna“

Í gær, 16:10 „Eftir að lögreglan hafði hæðst að mér fyrir að „vanmeta“ stöðuna keyrir bíllinn í burtu og skilur stúlkuna eftir, enda höfðu þeir engan áhuga á að hjálpa henni,“ segir Hrafnkell Ívarsson, dyravörður til sex ára. Meira »

„Þessu miðar hægt en örugglega“

Í gær, 16:58 Formenn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar, hafa ekki komið saman til fundar í dag. „Flokkarnir eru ekki að funda sjálfir í dag heldur erum við meira að vinna heimavinnu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Meira »

Metþátttaka í hverfiskosningum borgarinnar

Í gær, 16:23 Metþátttaka hefur verið í íbúakosningunni Hverfið mitt. Kosningu lýkur á miðnætti í kvöld og klukkan þrjú í dag höfðu 10.106 Reykvíkingar kosið, sem er 9,9% kosningaþátttaka. Meira »

Gerð rýmingaráætlana í Öræfum flýtt

Í gær, 15:03 Í nýlegu hættumati fyrir svæðið í kringum Öræfajökul kemur fram að tíminn frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 sé í mörgum tilfellum aðeins 20 mínútur. Mikið af byggð í Öræfum er innan þessa svæðis og því ljóst að við er að eiga mjög erfiðar aðstæður. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Mazda 3 Vision 2015
Mazda 3 Vision 2015 dekurbíll til sölu Einn eigandi, keyrður 34.000 km, sjálfski...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...