Vilja sameina sjóði sveitarfélaga

Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar stendur vel í samanburði við aðra sjóði.
Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar stendur vel í samanburði við aðra sjóði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórnendur Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga (LSS) eru þessa dagana að kynna fyrir sveitarfélögunum tillögur um að sameina lífeyrissjóðina. Talið er að hægt að spara umtalsvert í rekstri sjóðanna með sameiningu.

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga var stofnaður árið 1998. Þetta var gert þannig að allir nýir starfsmenn greiddu í sjóðinn en eldri starfsmenn gátu valið um hvort þeir greiddu í nýja sjóðinn eða gömlu sjóðina. Þar sem engir nýir sjóðsfélagar bætast í gömlu sjóðina munu þeir smátt og smátt líða undir lok þegar sjóðsfélagar komast á eftirlaun og falla frá. Sjóðirnir greiddu 2,8 milljarða í lífeyri í fyrra, en þessi upphæð fer upp í 5 milljarða árið 2031 en lækkar síðan nokkuð hratt.

Sveitarfélagasjóðirnir eru níu, en sex sjóðir hafa falið LSS að sjá um rekstur sinn. Þetta eru Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur, Húsavík, Akranes og Neskaupstaður. Lífeyrissjóðir starfsmanna Akureyrar, Reykjanesbæjar og Vestmannaeyja eru ekki inn í samstarfinu við LSS.

Sérstök stjórn er yfir öllum þessum sjóðum og kostnaður fylgir því að reka þá í sitt hvoru lagi. Jón G. Kristjánsson, framkvæmdastjóri LSS, segir áætlað að hægt sé að spara 347 milljónir króna með því að sameina þessa sex sjóði. Hann segir að verið sé að kynna þetta mál fyrir sveitarfélögunum þessa dagana. Hann segir að áhugi sé fyrir sameiningu, en það kunni að vera að sum sveitarfélög þurfi lengri tíma til að taka ákvörðun en önnur. Jón segir að sjóðirnir verði sameinaðir þó að ekki verði allir tilbúnir til að vera með strax í fyrstu umferð.

Jón segir að tæknilega sé ekkert mál að sameina sjóðina. Haldið sé mjög vel utan um skuldbindingar hvers launagreiðanda og það haldi áfram þó búið verði að sameina sjóðina. Hann segir að sameiningin muni eiga sér stað með þeim hætti að stofnuð verði ný deild innan LSS, en þar eru fyrir tvær deildir (A-deild og V-deild).

Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar stendur best

Lífeyrissjóðir sveitarfélaganna standa misvel að vígi. Samkvæmt tryggingafræðileg úttekt, miðað við árslok 2010, er munur á eignum og skuldbindingum neikvæður um 74-81% þar sem staðan er verst, en 20% þar sem staðan er best. Langbest er staðan hjá Lífeyrissjóð starfsmanna Reykjavíkurborgar og segir Jón að líkur á að það muni nokkru sinni reyna á bakábyrgð borgarinnar vegna sjóðsins hverfandi. Þeir peningar sem Reykjavíkurborg fékk fyrir söluna á hlut sínum í Landsvirkjun fóru inn í lífeyrissjóðinn, en hluturinn var seldur á 23 milljarða sem eru 28-29 milljarðar í dag.

Athyglisvert er að skoða útkomu sveitarfélagasjóðanna í skýrslu sem Landsamtök lífeyrissjóða létu vinna og kynnt var í vetur. Ef hrein raunávöxtun sjóðanna aftur í tímann er skoðuð kemur Lífeyrissjóður Reykjavíkurborgar út best allra. Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaganna er í fjórða sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tveir ökumenn undir áhrifum í nótt

06:12 Tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Blóðsýni var tekið úr þeim báðum og þeim sleppt að henni lokinni. Báðir ökumennirnir voru teknir í nágrenni miðbæjarins. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Meira »

Boða fund að loknu sumarleyfi

05:30 Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík hefur sent Morgunblaðinu athugasemd vegna fréttar á forsíðu blaðsins í gær. Í umræddri frétt var fjallað um gagnrýni Samtaka iðnaðarins á störf byggingarfulltrúans í Reykjavík. Meira »

Lundaralli frestað vegna bilunar

05:30 Ekki tókst að ljúka lundaralli II þar sem holumyndavél bilaði að sögn Ingvars Atla Sigurðssonar, forstöðumanns Náttúrustofu Suðurlands. Hann segir að hin myndavélin sem notuð er hafi bilað í fyrra rallinu. Meira »

Unnið ítarlega að breytingum

05:30 Nákvæmra áætlana varðandi breytingar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar úttektar á vegum Embættis landlæknis á stofnuninni er að vænta ágúst eða september, segir Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Meira »

Sorptunnur yfirfullar í Þorlákshöfn

05:30 Töluverð óánægja er með nýtt fyrirkomulag sorphirðu í Þorlákshöfn. Í umræðuhópi íbúa á Facebook hafa margir lýst því að sorptunnur þeirra séu yfirfullar og illa lyktandi. Meira »

Meðalmálsmeðferðartími mun styttri

05:30 Meðalmálsmeðferðartími kærunefndar útlendingamála vegna kæra einstaklinga sem fengið höfðu synjun um alþjóðlega vernd hér á landi styttist verulega á milli áranna 2015 og 2016. Meira »

Grænlita Grafarlæk

05:30 Enn hefur ekki tekist að finna hvaðan olían í Grafarlæk kemur, en um hádegisbil í dag verður litarefni sett í lagnirnar hjá Veitum til að rekja mögulegar leiðir mengunarinnar. Meira »

Borgin fimm ár að afgreiða mál

05:30 Jón Ólafur Ólafsson arkitekt segir byggingarfulltrúa í Reykjavík hafa verið fimm ár að afgreiða umsókn. Vegna þessara tafa hafi milljónir tapast. Meira »

Ítrekað brotið á leiðsögumönnum

05:30 Leiðsögn - félag leiðsögumanna hefur nú ítrekað kröfur sínar til launagreiðenda leiðsögumanna um skyldur til að greiða leiðsögumönnum að lágmarki laun samkvæmt kjarasamningi ásamt iðgjöldum til sjóða félagsins. Meira »

Harður árekstur á Grensásvegi

Í gær, 23:38 Harður árekstur varð nú á tólfta tímanum á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar þar sem að tveir bílar skullu saman.  Meira »

Fótbrotnaði í mótorkrossbraut

Í gær, 23:27 Maður slasaðist á mótorkrosshjóli í Bolaöldu rétt fyrir átta í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þá var maðurinn á ferð á mótorkrossbraut sem er á svæðinu þegar hann datt og fótbrotnaði. Meira »

Eldur logaði í stút gaskúts

Í gær, 22:39 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að húsi í Kópavoginum um áttaleytið í kvöld, eftir að eldur kviknaði á stút gaskúts undir gasgrilli þar sem verið var að grilla. Meira »

Fékk áfall undir stýri og ók út af

Í gær, 22:25 Umferðaróhapp varð á Fjarðarheiði á Austfjörðum í dag þegar eldri maður keyrði útaf veginum. Vegfarendur sem komu að manninum látnum hófu strax endurlífgunartilraunir og hringdu á lögreglu. Meira »

Almenningur fær að tjá sig um fjársjóðsleitina

Í gær, 21:10 Almenningur mun geta tjáð sig um starfsleyfisumsókn bresku fjársjóðsleitarmannanna að sögn forstjóra Umhverfisstofnunnar. Umsóknin hafi verið send til umsagnar og muni svo fara í hefðbundið ferli. Meira »

Þyrlan sótti veikan sjómann

Í gær, 20:32 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann í dag á fiskiskipi við strendur Norðurlands. Samkvæmt upplýsingum frá gæslunni fór þyrlan í loftið um fimmleytið og lenti þremur klukkutímum síðar, um áttaleytið, við Borgarspítala. Meira »

Varðhald framlengt til 18. ágúst

Í gær, 21:57 Hæstirétt­ur staðfesti í dag úr­sk­urð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður, sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana í Mosfellsdal í síðasta mánuði, sæti áfram­hald­andi fjög­urra vikna gæslu­v­arðhaldi. Meira »

Lengi að telja 31 unga á sundi

Í gær, 20:58 „Ég var lengi að telja þá alla því þeir voru alltaf að fara í kaf. Þetta var alveg glæsilegt,“ segir Sigurjón Guðmundsson áhugaljósmyndari sem tók í gær mynd af toppönd með hvorki meira né minna en 31 unga á sundi á Skorradalsvatni í Skorradal. Meira »

Býr til líkjör úr íslenskri mjólk

Í gær, 20:30 „Ég er bara búinn að vera að dunda mér við þetta í eldhúsinu heima,“ segir Pétur Pétursson, en hann hefur verið að þróa íslenskan mjólkurlíkjör sem unninn er úr rjómablandi og alkóhóli úr mysu. Meira »
Yamaha Virago
Til sölu Yamaha Virago xv700 árg.84. Gamal og góður hippi í ágætu standi. Verð k...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Vel með farinn Golfbíll til sölu á kr. 580.000
Bíllinn er með nýjum rafgeimum og mjög vel með farinn að öllu leiti. upplýsing...
Sumarhús í Biskupstungum, Velkomin...
Eigum laust 30.- 04. ág. - Leiksvæði og fallegt umhverfi. Stutt að Geysi, Gullfo...
 
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...