Vilja sameina sjóði sveitarfélaga

Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar stendur vel í samanburði við aðra sjóði.
Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar stendur vel í samanburði við aðra sjóði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórnendur Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga (LSS) eru þessa dagana að kynna fyrir sveitarfélögunum tillögur um að sameina lífeyrissjóðina. Talið er að hægt að spara umtalsvert í rekstri sjóðanna með sameiningu.

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga var stofnaður árið 1998. Þetta var gert þannig að allir nýir starfsmenn greiddu í sjóðinn en eldri starfsmenn gátu valið um hvort þeir greiddu í nýja sjóðinn eða gömlu sjóðina. Þar sem engir nýir sjóðsfélagar bætast í gömlu sjóðina munu þeir smátt og smátt líða undir lok þegar sjóðsfélagar komast á eftirlaun og falla frá. Sjóðirnir greiddu 2,8 milljarða í lífeyri í fyrra, en þessi upphæð fer upp í 5 milljarða árið 2031 en lækkar síðan nokkuð hratt.

Sveitarfélagasjóðirnir eru níu, en sex sjóðir hafa falið LSS að sjá um rekstur sinn. Þetta eru Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur, Húsavík, Akranes og Neskaupstaður. Lífeyrissjóðir starfsmanna Akureyrar, Reykjanesbæjar og Vestmannaeyja eru ekki inn í samstarfinu við LSS.

Sérstök stjórn er yfir öllum þessum sjóðum og kostnaður fylgir því að reka þá í sitt hvoru lagi. Jón G. Kristjánsson, framkvæmdastjóri LSS, segir áætlað að hægt sé að spara 347 milljónir króna með því að sameina þessa sex sjóði. Hann segir að verið sé að kynna þetta mál fyrir sveitarfélögunum þessa dagana. Hann segir að áhugi sé fyrir sameiningu, en það kunni að vera að sum sveitarfélög þurfi lengri tíma til að taka ákvörðun en önnur. Jón segir að sjóðirnir verði sameinaðir þó að ekki verði allir tilbúnir til að vera með strax í fyrstu umferð.

Jón segir að tæknilega sé ekkert mál að sameina sjóðina. Haldið sé mjög vel utan um skuldbindingar hvers launagreiðanda og það haldi áfram þó búið verði að sameina sjóðina. Hann segir að sameiningin muni eiga sér stað með þeim hætti að stofnuð verði ný deild innan LSS, en þar eru fyrir tvær deildir (A-deild og V-deild).

Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar stendur best

Lífeyrissjóðir sveitarfélaganna standa misvel að vígi. Samkvæmt tryggingafræðileg úttekt, miðað við árslok 2010, er munur á eignum og skuldbindingum neikvæður um 74-81% þar sem staðan er verst, en 20% þar sem staðan er best. Langbest er staðan hjá Lífeyrissjóð starfsmanna Reykjavíkurborgar og segir Jón að líkur á að það muni nokkru sinni reyna á bakábyrgð borgarinnar vegna sjóðsins hverfandi. Þeir peningar sem Reykjavíkurborg fékk fyrir söluna á hlut sínum í Landsvirkjun fóru inn í lífeyrissjóðinn, en hluturinn var seldur á 23 milljarða sem eru 28-29 milljarðar í dag.

Athyglisvert er að skoða útkomu sveitarfélagasjóðanna í skýrslu sem Landsamtök lífeyrissjóða létu vinna og kynnt var í vetur. Ef hrein raunávöxtun sjóðanna aftur í tímann er skoðuð kemur Lífeyrissjóður Reykjavíkurborgar út best allra. Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaganna er í fjórða sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Rok og rigning í kortunum

Í gær, 22:49 Búast má við stormi við suðurströndina annað kvöld og fer þá að rigna aftur og rignir talsvert suðaustanlands fram á næstu helgi. Meira »

„Þetta er aftur orðið gaman“

Í gær, 22:07 „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda en það má segja að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið þegar maður sá að mönnum væri það mikið í mun að losna við mig að þeir væru tilbúnir að fórna öðrum þingkosningunum í röð fyrir það,“ segir Sigmundur Davíð um ákvörðun sína að ganga úr flokknum. Meira »

Umferðartafir á Sæbraut

Í gær, 21:51 Umferðartafir eru á Sæbraut en frá því klukkan 21:00 hefur verið unnið að kvikmyndatöku þar. Tafir verða á umferð fram eftir nóttu. Meira »

Þorgrímur hættir líka í Framsókn

Í gær, 21:43 Þorgrímur Sigmundsson, formaður Framsóknarfélags Þingeyinga, hefur sagt af sér og jafnframt sagt sig úr Framsóknarflokknum. Þetta gerir hann í kjölfar frétta af því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra, hefði sagt sig úr flokknum. Meira »

Flúrað yfir ör sjálfskaða

Í gær, 21:00 Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur. Meira »

Harmar brotthvarf Sigmundar

Í gær, 20:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segist harma brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum. Meira »

Sveinn Hjörtur segir sig úr Framsókn

Í gær, 20:15 Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Frá þessu sagði hann í tilkynningu sem Vísir greindi frá fyrr í kvöld. Meira »

Laxinn og hvítfiskurinn að renna saman

Í gær, 20:37 Stórir aðilar í laxeldi í bæði í Kanada og Noregi hafa keypt hefðbundin sjávarútvegsfyrirtæki. Þeir geta nýtt markaðsþekkingu og dreifileiðir laxins til að selja hvítfiskinn. Á sama tíma færist fisksala í auknum mæli á netið og smásalar styrkjast. Meira »

Kosið um fjögur efstu sætin

Í gær, 20:14 Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi boðar til auka kjördæmaþings eftir viku þar sem kosið verður um fjögur efstu sæti listans líkt og samþykkt var á síðasta kjördæmaþingi. Meira »

28 Íslendingar hlupu maraþon í Berlín

Í gær, 18:48 Stefán Guðmundsson kom fyrstur í mark af Íslendingunum 28 sem hlupu maraþon í Berlín í dag.   Meira »

Löngu orðin hluti af Íslandi

Í gær, 18:36 Jeimmy Andrea Gutiérrez Villanueva vissi ekkert um Ísland þegar hún var spurð að því hvort hún gæti hugsað sér að fara þangað sem flóttamaður. En hún þurfti ekki að hugsa sig lengi um því aðstæður hennar voru ömurlegar og hún sá enga aðra leið en að fara í burtu. Hún hefur búið á Íslandi í 12 ár. Meira »

Vill eldisreglu í fiskeldið

Í gær, 18:36 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar að stofna ráðgjafahóp um eldisreglu í fiskeldi sem byggir á sömu hugmynd og aflaregla í sjávarútvegi. Fjórir ráðherrar sátu íbúafund á Ísafirði í dag. Meira »

Ætlar ekki að ganga í annan flokk

Í gær, 18:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, segist ekki ætla að ganga í annan flokk, heldur mynda breiðan hóp um að stofna nýja hreyfingu. Þetta sagði hann í sexfréttum RÚV þar sem hann var spurður hvort hann yrði með í Samvinnuflokknum. Meira »

„Eigum fullt erindi í þessa keppni“

Í gær, 17:52 „Við vorum í raun að prufukeyra landsliðið ef svo má segja,“ segir Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar hjá Samtökum iðnaðarins, en íslenska bakaralandsliðið tók um helgina þátt í Norðurlandakeppni í bakstri í Stokkhólmi. Meira »

Fundinum ætlað að „kveikja elda“

Í gær, 17:35 Þessum fundi er ætlað að kveikja elda, sagði Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, við upphaf íbúafundar á Ísafirði í dag. Á fundinum var lögð áhersla á þrjú mál: Raforkuöryggi, samgöngur og sjókvíaeldi en öll eru þau mikið í deiglunni þessa dagana. Meira »

Eftirsjá að fólki sem yfirgefur flokkinn

Í gær, 18:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir alltaf eftirsjá af fólki sem kýs að yfirgefa flokkinn og hefur unnið honum gott brautargengi. Meira »

Línur að skýrast hjá VG

Í gær, 17:36 Samþykkt var einróma tillaga stjórnar kjördæmaráðs VG í Norðvesturkjördæmi í dag að stilla upp á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi kosningar. Meira »

Óskar Sigmundi velfarnaðar

Í gær, 16:12 „Það var niðurstaða fundarins að farið yrði í uppstillingu. Það var mikill meirihluti fundarmanna sem vildi það,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um fund kjördæmisráðs flokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk fyrir stundu. Meira »
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
 
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...