Vísindamenn rannsökuðu Öskjuvatn

Um síðustu helgi fóru nokkrir starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs ásamt hóp vísindamanna að Öskjuvatni í Dyngjufjöllum. Vísindamennirnir komu frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og voru að rannsaka hvað gæti valdið því að Öskjuvatn er íslaust, sem er óvanalegt miðað við árstíma.

Það sem var m.a. athugað var hitastig vatnsins, lesið var af jarðskjálftamælum og settir voru upp GPS hallamælar. Vísindamenn eru enn að störfum þegar þetta er ritað, og ráðgerðu að vera í 4-5 daga, segir í frétt á vef Vatnajökulsþjóðgarðs.

Starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs sinntu eftirliti í ferðinni, réttu vísindamönnunum hjálparhönd m.a. með áralangri staðþekkingu sinni í Öskju. Þeir öfluðu sér einnig mikilvægrar reynslu til að mæta óvæntum aðstæðum sem upp kunna að koma í víðáttumiklum þjóðgarðinum á öllum árstímum, segir í frétt á vef þjóðgarðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert