Útgerð og fiskvinnsla eflast í Reykjanesbæ

Reykjanesbær.
Reykjanesbær. www.mats.is

Framkomin frumvörp um stjórn fiskveiða og veiðigjöld eru mikilvægur áfangi í langþráðri kerfisbreytingu í sjávarútvegi. Kerfisbreytingu sem tryggir auðlindina sem ævarandi sameign þjóðarinnar, tryggir þjóðinni sanngjarnan arð af auðlind sinni og tryggir tækifæri til nýliðunar í greininni með virkum og vaxandi útboðsmarkaði. Þetta kemur fram í bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar í Reykjanesbæ.

Aukinn arður þjóðarinnar af auðlindinni verður m.a. nýttur til við fjárfestingar í innviðum samfélagsins, menntun, nýsköpun og rannsóknum, og við sóknaráætlanir í atvinnulífi um land allt, segir í bókuninni.

 „Samkvæmt frumvörpunum verður heimilt að skilyrða hluta af aflaheimildum ríkisins til útleigu við ákveðin svæði sem standa veikt og/eða hafa glatað miklu af sínum heimildum. Svigrúm ríkisins til að mæta kröfum byggðarlaga, eins og Reykjanesbæjar, verður því verulega aukið.

 Samkvæmt frumvörpunum fara um 20 þúsund þorskígildistonn í útleigu á kvótaþingi strax í haust og gangi spár eftir um aflaaukningu mun sá leigupottur stækka hratt. Þá munu 40% af tekjum sem fást vegna leigu á kvótaþingi renna til sveitarfélaga.

 Ljóst er að samþykkt frumvarpanna yrði til þess að efla útgerð og fiskvinnslu í Reykjanesbæ og þar með atvinnu í bænum,“ segir í bókun bæjarfulltrúa Reykjanesbæjar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert