Yrðu að segja upp áhöfninni

Gullver NS-12 frá Seyðisfirði.
Gullver NS-12 frá Seyðisfirði. mbl.is/Þorgeir Baldursson

„Að öllu óbreyttu verður áhöfn Gullvers sagt upp, alls 15 manns. Ef veiðigjaldafrumvarpið gengur fram í þeirri mynd sem það er í dag er fyrirtækið ekki rekstrarhæft. Það er svo einfalt. Þetta hefur áhrif á 60-70 manns ef starfsmenn í frystihúsi og á landi á Seyðisfirði eru taldir með.“

Þetta segir Adolf Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gullbergs ehf. á Seyðisfirði og formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, um áhrifin sem frumvarpið hefði á rekstur eina útgerðarfyrirtækisins í plássinu, en fjallað er um þau mál í Morgunblaðinu í dag og viðskiptablaði Morgunblaðsins.

„Veiðigjaldið er allt of hátt. Það er ekki nægileg framlegð af rekstrinum til að standa undir því, greiðsluafborgunum og almennum rekstri.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert