Framganga ESB einkennist af yfirgangi

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins,
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Morgunblaðið/Golli

Framganga Evrópusambandsins í makríldeilunni hefur einkennst af yfirgangi og hótunum, skrifar formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, á Facebook-síðu sína í dag.

„Eftir fund sjávarútvegsráðherra ESB-ríkjanna í síðasta mánuði var boðað að hraðað yrði refsiaðgerðum vegna makrílveiða Íslendinga og Færeyinga.

Þau drög að reglugerð sem nú eru til umræðu ganga á hinn bóginn mun lengra en nokkurn gat grunað. Á grundvelli þeirra mun ESB geta sett löndunarbann, viðskiptabann og hafnarbann á þau ríki sem ESB telur stunda ósjálfbærar veiðar, ekki bara vegna makrílviðskipta heldur almennt vegna sjávarafurða.
Verði reglurnar samþykktar er makríldeilan komin í nýjar hæðir. Hér er um að ræða einhverja grófustu og alvarlegustu hótun við sjávarútvegshagsmuni okkar Íslendinga sem við höfum staðið frammi fyrir. Allt til að þvinga fram niðurstöðu sem ESB telur ásættanlega í makríldeilunni.

Þessari óboðlegu framkomu verður að mótmæla kröftuglega,“ skrifar Bjarni.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert