Hálft tonn af rusli á Hólmavík

Krakkarnir á Hólmavík stóðu sig vel við ruslatínslu í gær
Krakkarnir á Hólmavík stóðu sig vel við ruslatínslu í gær Af vef BB/Grunnskólinn í Hólmavík

Árlegur umhverfisdagur var í Grunnskólanum á Hólmavík í gær þar sem nemendur og starfsfólk tíndu yfir hálft tonn af rusli í bænum.

Markmiðið með deginum er að efla umhverfisvitund nemenda og hvetja þá til að huga betur að umhverfi sínu og bættri umgengni almennt og vekja athygli almennings á umhverfismennt, segir í frétt Bæjarins besta.

Einar Indriðason hjá Sorpsamlagi Strandabyggðar hitti hópinn í gærmorgun og fræddi mannskapinn um ýmislegt áður en haldið var af stað í rusltínsluna. Herlegheitin voru svo vigtuð á hafnarvoginni og þar sem sveitarstjórn Strandabyggðar hafði heitið á hópinn fékk hann þrjátíu þúsund krónur fyrir dugnaðinn. Þegar nemendur komu aftur í skólann fengu þeir heitt kakó og áttu saman góða stund í vikulokin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert