Sýnir að málið átti erindi í Landsdóm

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Nú er búið að leiða þetta máli til lykta í samræmi við stjórnarskrá og landslög og niðurstaða fengin og ég held að það hljóti allir að fegnir því að þessu sé lokið þótt eflaust séu blendnar tilfinningar víða í brjóstum manna gagnvart dómnum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon efnahags- og viðskiptaráðherra.

„Auðvitað höfum við vitað alveg frá því við sameinuðumst formenn stjórnmálaflokkanna um að flytja frumvarp um rannsóknarnefnd Alþingis að eitthvað af þessu tagi gæti beðið okkar,“ bætir Steingrímur við. „Þar var komið inn á það að nefndin skyldi m.a. líta til ábyrgðar stjórnmálamanna eða ráðherra og Alþingi bjó sig undir niðurstöður rannsóknarnefndarinnar með því að skipa sérnefnd til að taka við skýrslunni.“

Þegar niðurstöður þar lágu fyrir hafi verið ljóst að Alþingi gat ekki vikið sér undan því að fjalla um og taka afstöðu til ábyrgðar stjórnmálamannanna. „Það var svo gert á grundvelli þess að gengið var til atkvæða um tillögur meirihluta og minnihluta sérnefndar Alþingis. Málið fór í þennan farveg til Landsdóms og niðurstaðan nú fengin. Ég tel að hún sýni að málið átti erindi þangað sem það fór.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert