Ekkert mál rætt meira en Icesave

Icesave.
Icesave. Ómar Óskarsson

„Ég fullyrði það, að ekkert mál hefur verið rætt jafn oft á ríkisstjórnarfundum,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, þegar hún svaraði spurningum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokks, um Icesave-málið. Hún sagði að í alla staði hafi verið unnið vel að því máli.

Sigmundur Davíð spurði Jóhönnu út í samningana sem undirritaðir voru árið 2009 við Breta og Hollendinga og hvernig staðið var að kynningu þeirra í ríkisstjórn og hvort farið hafi verið yfir efnahagsleg áhrif yrði samningarnir undirritaðir.

Jóhanna sagði að samningarnir hefðu verið ræddir frá öllum hliðum og á yfir fjörutíu ríkisstjórnarfundum. Allar forsendur þeirra hefðu verið ræddar og kallaðir til samningamenn Íslands til að fara yfir drögin að samningunum. Samningurinn hafi því verið kynntur og ræddur áður en hann var undirritaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert