Erfðabreytt og lífræn ræktun geta þrifist saman

Kartöflan er dæmi um plöntu sem hefur verið ræktuð með kynbótum í þúsundir ára. stækka

Kartöflan er dæmi um plöntu sem hefur verið ræktuð með kynbótum í þúsundir ára. mbl.is/Golli

Erfðabreytt ræktun, lífræn ræktun og verndun líffræðilegrar fjölbreytni getur hæglega þrifist saman án vandræða. Þetta segir Kristinn P. Magnússon sameindaerfðafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands

Kristinn mun á morgun flytja erindi sem hann kallar Erfðabreytt náttúra á síðasta Hrafnaþingi vormisseris. Hann segir að Íslendingar þurfi hins vegar að vera á varðbergi gagnvart ágengum framandi tegundum. Það sé hin raunverulega ógn sem steðjar að lífríki okkar.

Í erindinu verður fjallað um líffræðilega fjölbreytni, sem Kristinn segir að sé undur lífsins, hráefni þróunar og grundvöllur þess að lífverur og vistkerfi geti aðlagast breyttum aðstæðum.

„Án erfðaefnis þrífst ekkert líf og án erfðabreytinga verður engin þróun. Erfðaefnið er eins í öllum lífverum tvöfaldur spírall sem er samsettur úr DNA kjarnsýrunum fjórum adenín, cytósín, gúanín og týmín. Þess vegna er hægt að flytja insúlíngen úr manni í aðrar lífverur eins og sveppi eða bakteríur og fá þær til að framleiða prótín sem má einangra til að meðhöndla sykrusýki. Þannig er lyf eins og insúlín sem er framleitt í örverum nákvæmlega eins og insúlín sem er framleitt í manni og með sömu virkni. Á sama hátt hefur erfðatæknin gefið okkur innsýn í flókinn heim lífsins og sjúkdóma mannsins. Framfarir í læknisfræði og heilbrigðisvísindum eiga erfðatækninni mikið að þakka. Möguleikar erfðatækninnar eru óteljandi og margir sem fela í sér aðkallandi lausnir á yfirvofandi offjölgunarvanda mannkyns. Það hefur aldrei verið mikilvægara en í dag að vernda líffræðilegan fjölbreytileika og það verður best gert með því að vernda villta náttúru samhliða því sem við reynum að hámarka matvælaframleiðslu og nýtingu á þeim landbúnaðarsvæðum sem þegar standa til boða,“ segir í kynningu á erindi Kristins.

Kristinn bendir á að maðurinn hafi stundað kynbætur á nytjaplöntum og húsdýrum í á annan tug þúsunda ára og ræktað fram afbrigði sem eru orðin mjög frábrugðin upprunalegu tegundinni. Þannig megi með réttu halda því fram að flestar þær tegundir nytjaplantna og húsdýra í dag séu erfðabreyttar lífverur.

Vefur Náttúrufræðistofnunar

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Innlent »

Dani vann 95 milljónir

19:51 Einn var með allar tölurnar réttar í Víkingalottóinu að þessu sinni. Miðinn var keyptur í Danmörku og er eigandi hans nú orðin rúmlega 95,3 milljónum króna ríkari. Meira »

Hefði getað fengið barn í magann

19:26 „Ég var heppin að hafa ekki verið unglingur því á hefði ég getað fengið barn í magann,“ svona talar 8 ára stúlka um reynslu sína af því að hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Ósk hennar er að vera fullorðin og komast af heimilinu þar sem gerandinn býr. Sagan er hluti af nýrri ljósmyndasýningu. Meira »

Var yfirtekin af ófreskju

19:23 „Fyrir tæpu ári síðan gerði ég mér það ljóst að ég hafði grafið innan í mér leyndarmál, svo stórt að það hafði gleypt mig alla og líf mitt hafði mótast, án þess að ég gerði mér grein fyrir, alfarið af því.“ Svona kemst Ólöf María Birnu Brynjarsdóttir að orði í pistli sem hún birti í dag. Pistillinn heitir Með óbragð í munni og segir frá kynferðislegu ofbeldi sem hún varð fyrir sem barn. Meira »

Líta málið alvarlegum augum

19:09 Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, segir þau viðskipti sem Vegagerð ríkisins hefur átt við einstaklinga og fyrirtæki sem tengjast starfsmönnunum hennar fjölskylduböndum litin alvarlegum augum. Meira »

Gunnar Bragi fundaði með Fabius

18:58 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, áttu fund  í París í dag. Utanríkisráðherra segir ánægjulegt að finna þann hlýhug sem ríkir í garð Íslands í Frakklandi og þann áhuga sem franskur almenningur sýnir Íslandi og íslenskri menningu. Meira »

Rafmagn komið á á Vesturlandi

18:53 Vinnuflokkur Rarik lauk við bráðabirgðaviðgerð á dreifilínunni milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur um kl. 18 í kvöld, en sex staurar brotnuðu í línunni í morgun. Meira »

Ferðamenn efla hagkerfið og verslun

18:19 Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er þeirrar skoðunar að ferðamenn efli hagkerfið og verslun í landinu. Auk þess eru langflestir á að ferðamenn efli þjónustuframboð en rúmur fimmtungur telur þó að ferðamenn takmarki aðgengi annarra að þjónustu. Þetta kemur fram í nýlegri viðhorfskönnun. Meira »

Komu mömmu á óvart

18:45 „Hún kom okkur oft á óvart með þessum hætti þegar við vorum yngri, þá kom ég óvænt í heimsókn til bróðurs míns og öfugt. Í þetta skipti var komið að henni,“ segir Henry Kristófer Harðarson um myndband sem hann birti á Facebook í gær. Meira »

Fjöldi ábendinga um fæðubótarefni

17:55 Vaxandi fjöldi ábendinga hefur borist Neytendastofu síðustu misseri vegna fæðubótarefna sem ekki virka eins og auglýst er. Samkvæmt lögum verða fyrirtæki að geta lagt fram gögn sem styðja fullyrðingar sem settar fram í auglýsingum um vörur sem þau selja. Meira »

Gátu ekki sinnt öllum vegna færðar

17:37 Á fjórða tug ökumanna höfðu samband við fyrirtækið Árekstur í gær og óskuðu eftir aðstoð eftir að hafa lent í umferðaróhappi á höfuðborgarsvæðinu. Ekki reyndist unnt að öllum úköllunum vegna færðar en einn af bílum fyrirtækisins sat fastur á Reykjanesbraut í tvær klukkustundir í gær. Meira »

Björgunarsveitir fluttu skólabörn

17:22 Björgunarsveitir þurftu að ferja skólabörn á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar í dag vegna veðurs. Um hádegi í dag skall á mikill bylur sem er að ganga niður núna. Meira »

Farið yfir dóminn hjá sérstökum

16:50 „Við munum fara yfir forsendur dómsins og skoða með hvaða rökstuðningi dómurinn kemst að þessari niðurstöðu,“ segir Ólafur Þ. Hauksson, sérstakur saksóknari, um sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í Milestone-málinu svonefnda. Meira »

Leit að Þorleifi frestað

16:39 Í dag hefur verið leitað í og við höfnina í Fredrikshavn en frekari leit hefur nú verið frestað til morguns vegna myrkurs.  Meira »

Svava Johansen þarf ekki að borga

16:11 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað hjónin Svövu Johansen og Björn K. Sveinbjörnsson af kröfum nágranna þeirra í Fossvoginum. Nágrannarnir fóru fram á 1,5 milljón króna vegna skemmda á húsi þeirra sem haldið var fram að ætti rætur að rekja til framkvæmda á lóð og fasteign Svövu og Björns. Meira »

Karl afar ánægður með niðurstöðuna

15:44 Sýknudómur yfir Karli Wernerssyni og öðrum í Milestone-málinu svonefnda er í samræmi við væntingar hans og er hann afar ánægður með niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Þetta segir Ólafur Eiríksson, verjandi Karls, og einnig að hann voni að ríkissaksóknari uni niðurstöðunni. Meira »

Landlæknir varar við gylliboðum

16:14 Embætti landslæknis telur mikilvægt að sjúklingar vari sig á margvíslegum gylliboðum um meðferð þar sem vísindalegar rannsóknir hafi ekki sýnt fram á gagnsemi þeirra. Tekur það undir umfjöllun yfirlæknis krabbameinsdeildar um gervilyfið salicinium í frétt sem birtist á mbl.is í gær. Meira »

Kerti innkölluð vegna mögulegrar hættu

16:01 Þýski kertaframleiðandinn Gies hefur ákveðið að innkalla kubbakerti í stærðum 100x58, 130x58, 160x58 og 200x68 og í öllum litum sem seld hafa verið í verslunum. Ástæða innkölluninnar er sú að einstaka kerti virðast ekki brenna eðlilega og geta því valdið hættu. Meira »

Viðskiptavinir geta fengið sms frá Strætó

15:43 Strætó býður farþegum sínum á landsbyggðinni að fá sms-skilaboð í símann sinn með upplýsingum verði breytingar á leið viðkomandi. Meira »
Nuddsteinar og steinanudd Tilboð út des 10.000 kr afsláttur =29.000 Fallegir basalt nuddsteinar ásamt steinapotti
Viltu auka business þinn.(Hot Stones) . Hlægilegt verð :Fallegir Nuddsteinar (Ba...
MATADOR HEILSÁRS- OG VETRARDEKK
Matador heilsárs- og vetrardekk til sölu Framleidd af Continental Matador...
ISUZU D ¿ MAX ÁRG. 2007 DÍSELTIL SÖLU IS
ISUZU D â€" MAX árg. 2007 DÍSIL Til sölu Isuzu D-Max árg. 2...
HERRASKÓR
Teg. 503601 42 Vandaðir og mjúkir herrainniskór úr le...
 
Deiliskipulag húsavík
Tilkynningar
Tillaga að breytingu aðalskipulags Norðu...
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Skipulagauglýsingar i Borgarbyggð Skip...
Aftur á íslandi
Bílar
Aftur á Íslandi! Útvegum allar gerðir ...
Aurora: framkvæmdastjóri þróunarverkefna- intellecta veitir upplýsingar
Stjórnunarstörf
Framkvæmdastjóri þróunarverkefna Auro...