Fisknum mokað um borð

Netaralli Hafrannsóknastofnunar lauk um helgina. Í Breiðafirði voru aflabrögðin svo góð að met voru slegin og áhöfnin á Kristbjörgu ÍS bókstaflega mokaði fisknum um borð við Selvogsbankann fyrir utan Reykjanes. Skipið landaði 285 tonnum með að leggja trossurnar 54 sinnum en þetta var 17. netarallið.

Kristján Kristjánsson skipsstjóri segist sjaldan hafa séð annað eins enda hafi aflinn verið ævintýralega mikill. Í netarallinu er aflað upplýsinga um kynþroska, aldur, stærð og dreifingu hrygningarstofns þorsksins en sex bátar tóku þátt í þetta skiptið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert