Dómstóllinn staðfestir meðalgöngu ESB

EFTA-dómstóllinn er staðsettur í Lúxemborg.
EFTA-dómstóllinn er staðsettur í Lúxemborg. mbl.is/Ómar Óskarsson

EFTA-dómstóllinn hefur með formlegum hætti heimilað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að hafa meðalgöngu í máli sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur höfðað gegn Íslandi vegna Icesave-reikninga Landsbankans.

Þetta felur m.a. í sér að framkvæmdastjórn ESB fær afrit af öllum skjölum sem lögð verða fram í málinu.

Í úrskurðinum segir að þetta mál hafi þýðingu fyrir framkvæmd EES-samningsins, ekki aðeins hvað varðar texta samningsins heldur einnig tæknilega framkvæmd hans.

Ákvörðun EFTA-dómstólsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert