Hvetja til þess að sniðganga verslanir

Jim Smart

Verslunarmenn á Suðurlandi skora á verslunarmenn á svæðinu að hafa verslanir sínar lokaðar hinn 1. maí. Dagurinn sé frídagur alls launafólks á Íslandi, einnig verslunarfólks.

Þetta segir í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Verslunarmannafélags Suðurlands, fyrr í kvöld.

Þar hvetur fundurinn neytendur til að sniðganga verslanir sem hafa opið þennan dag.

Ályktunin í heild:

„Aðalfundur Verslunarmannafélags Suðurlands, haldinn 25. apríl 2012 skorar á verslunarmenn á starfsvæði félagsins að hafa verslanir lokaðar 1. maí, baráttudag  verkalýðsins. Dagurinn er frídagur alls launafólks á Íslandi og því á verslunarfólk að fá skilyrðislaust frí þennan dag eins og annað launafólk. Aðalfundurinn hvetur neytendur til að sniðganga verslanir sem hafa opið þennan dag.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert