Fréttaskýring: Vilja veiða og hirða allt sem hafið gefur

stækka

mbl.is/Ómar Óskarsson

Valbundnar fiskveiðar, þar sem mikið er sótt í fáar tegundir og fiska af tiltekinni stærð, auka hvorki framleiðni né draga úr áhrifum af fiskveiðum á vistkerfi hafsins, að mati vísindamanna sem nýlega birtu grein í vísindatímaritinu Science.

Alþjóðlegur hópur 18 vísindamanna varpar þar fram hugmynd um grundvallarendurskoðun viðhorfa til fiskveiðistjórnunar. Sérfræðingahópurinn, Fisheries Expert Group, heyrir undir alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin IUCN. Greinin (Reconsidering the Consequences of Selective Fisheries) birtist í Science2. mars síðastliðinn. Talsverð umræða spannst um greinina í norskum blöðum, enda Jeppe Kolding, aðstoðarprófessor við Háskólann í Bergen, á meðal höfunda.

Höfundarnir segja að áhyggjur vegna áhrifa fiskveiða á vistkerfi hafsins og fiskimiðin fari vaxandi. Menn hafi leitað ýmissa leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum fiskveiða um leið og reynt sé að koma til móts við aukna þörf fyrir fæðuöryggi. Þeir nefna aðferðir á borð við aukna sókn í einstakar tegundir, veiðar á tegundum, kynjum og stærðum fiska í öðrum hlutföllum en ríkja í vistkerfinu. Höfundarnir segja vaxandi vísbendingar um að valbundnar veiðar eins og fyrr er lýst stuðli hvorki að hámarksframleiðslu né dragi mest úr neikvæðum áhrifum á umhverfið.

Eigum að borða fleiri tegundir

Höfundarnir telja að nýting sem einkennist af meira jafnvægi og breidd muni draga úr neikvæðum áhrifum fiskveiða á vistkerfið og stuðla að sjálfbærum fiskveiðum. Þessi kenning gengur á skjön við viðtekin viðhorf um fiskveiðistjórnun víða um heim. Höfundar greinarinnar telja hins vegar að sú nálgun sem þeir kynna muni leiða til hóflegrar dánartölu yfir allt svið fiskistofna, það er með tilliti til aldursdreifingar, stærðar og tegunda fiska í hverju vistkerfi í réttu hlutfalli við náttúrulega framleiðni. Þannig muni náttúruleg dreifing með tilliti til tegunda og stærðar einstakra fiska í hverjum stofni haldast óbreytt.

Daninn Jeppe Kolding, aðstoðarprófessor við Háskólann í Bergen, er eini Norðurlandabúinn í hópi höfunda greinarinnar í Science. Hann sagði í samtali við norska fiskveiðiblaðið Fiskaren5. mars sl. að góð teikn væru um sjálfbærni norsks sjávarútvegs. Vandinn sé hins vegar sá að nýting þeirra á fiskistofnunum samræmist ekki þeirri skyldu okkar að breyta ekki vistkerfinu um of. Hann bendir á að í stað þess að vera með kvóta í einstökum tegundum ætti frekar að vera með tímabundna eða svæðisbundna kvóta – eins konar sóknarstýringu. Hann telur það mun betra fyrir vistkerfið og að það eigi að fiska meira af smáfiski og nýta betur fleiri tegundir en gert er í dag.

Kolding segir m.a. að Norðmenn eigi að nýta betur ýmsar fisktegundir á borð við síld, loðnu, kolmunna, marsíli (sandsíli) og makríl. „Við eigum að dreifa álaginu af fiskveiðum jafnt á allar tegundir og stærðir fiska í sjónum í réttu hlutfalli við náttúrulega vaxtarmöguleika þeirra – þá verða áhrifin af veiðunum minnst,“ segir Kolding.

Hann segir í samtali við Dagens Næringsliv2. mars sl. að slík „jafnvægisnýting“ myndi m.a. taka fyrir brottkast á fiski. Kolding telur að í dag sé 20-30% af veiddum fiski kastað ólöglega aftur í hafið. Þegar sótt sé í tilteknar tegundir og stærðir fiska sé freistandi að kasta meðaflanum og því sem ekki stenst mál fyrir borð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Lesa blaðið hér
Ekki með áskrift?
Skoða áskriftarleiðir
  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Bloggað um fréttina

Loka

Innlent »

Friðarsúlan tendruð á föstudaginn

12:24 Friðarsúlan í Viðey verður tendruð með fallegri athöfn á fæðingardegi John Lennons þann 9. október næstkomandi klukkan 20.00 en hann hefði orðið 75 ára þennan dag. Dagskráin hefst kl. 17.30 og stendur til kl. 21.30. Meira »

Ísland ekki uppfyllt ákvæði um flugsvæði

11:31 Eftirlitsstofnun EFTA sendi Íslandi í dag rökstutt álit þar sem Ísland hefur ekki uppfyllt ákvæði gildandi löggjafar um sameiginlega evrópska flugsvæðið að því er varðar þrjú aðskilin efni Meira »

Fengu bíl á styrktartónleikum

11:25 Foreldrar Elísu Margrétar Hafsteinsdóttur, þau Hafsteinn Vilhelmsson og Gyða Kristjánsdóttir, fengu lykla að Toyota Avensis-hlaðbak í lok styrktartónleika í Austurbæ í gærkvöldi. Elísa, sem fæddist 2012, er fjölfötluð; með heilasjúkdóm, lungnasjúkdóm og þjáist af flogaveiki. Meira »

Meðdómarinn ekki vanhæfur

11:16 Ásgeir Brynjar Torfason, meðdómari í Marple-málinu er ekki talinn vanhæfur til að dæma í málinu samkvæmt úrskurði dómsformanns, Símonar Sigvaldasonar héraðsdómara. Þetta kom fram við uppkvaðningu úrskurðar í dag. Meira »

Svaf ölvunarsvefni í bíl starfsmanns

11:12 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um klukkan sjö í morgun um konu á fimmtugaldri þar sem hún svæfi ölvunarsvefni inni í bifreið fyrir utan verslun í Garðabæ. Meira »

1.000 lifrabólgusjúklingar fá lyf

10:55 Um 1.000 sjúklingar sem eru með lifrarbólgu C munu fá ný lyf við sjúkdómnum sér að kostnaðarlausu í því sem heilbrigðisráðherra kallar meiriháttar forvarnar- og lýðheilsuátak. Um samstarfsverkefni íslenska ríkisins og lyfjafyrirtækisins Gilead er að ræða. Meira »

Ódýr leið fyrir kröfuhafana

10:33 Kröfuhafar föllnu bankanna hafa samþykkt að greiða samtals 334 milljarða króna til ríkissjóðs í stöðugleikaframlög til þess að komast hjá því að greiða 39% stöðugleikaskatt. Það samsvarar 15% skatti á eignir bankanna. Meira »

Vitni aðhöfðust ekkert

10:53 Svo virðist sem að sjónarvottar hafi verið að því þegar tveir menn brutust inn um rúðu á skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar á Laugavegi og stálu þaðan úrum um ellefuleytið í gærkvöldi en þeir hafi ekkert aðhafst. Lögreglan áætlar að hundruð þúsunda króna verðmætum hafi verið stolið úr versluninni. Meira »

Vilja ráðast í framkvæmdir

10:07 Skagafjörður hefur ítrekað bókað vilja sinn til að ráðast í framkvæmdir til að fjölga leikskólarýmum og hefur lýst þeim vilja sínum að tengja þær framkvæmdir endurbótum á grunnskólahúsnæðinu í Varmahlíð. Meira »

Stálu nokkrum fjölda úra

09:59 Tveir menn sem sjónarvottar sáu brjóta sér leið inn um glugga skartgripaverslunar við Laugaveg eru enn ófundnir, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir stálu þó nokkrum fjölda úra. Lögregla gat ekki veitt upplýsingar um hversu miklu hefði verið stolið. Meira »

Afhentu spónastokk frá 17. öld

09:54 Á mánudaginn fékk Þjóðminjasafn Íslands afhentan útskorinn spónastokk frá 17. öld en það var Örn Arnar ræðismaður Íslands í Minnesota sem hafði milligöngu að afhendingunni. Stokkurinn var í eigu Vesterheim Norwegian-American Museum í Iowa í Bandaríkjunum. Meira »

Spyr um efnahagsleg áhrif flóttamanna

09:42 Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur lagt fram skriflega fyrirspurn á Alþingi til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um efnahagsleg áhrif þess að flóttamenn komi til Íslands. Meira »

Ull af íslenskri sauðkind í hátölurum

09:30 Í nokkur ár hafa strákar á Skagaströnd þróað hátalara og telja sig nú hafa náð ásættanlegum árangri, en fullkomnunarþörf þeirra er mikil. Meira »

Helmingur hafði fengið höfuðhögg

08:41 Um helmingur unglinga sem stunda handknattleik hjá fjórum félögum hefur fengið höfuðhögg sem leitt hefur til heilahristings.  Meira »

Veiðar hafnar á íslensku síldinni

07:57 Fyrstu skipin eru byrjuð veiðar á íslenskri sumargotssíld og var reiknað með að Ásgrímur Halldórsson SF landaði rúmlega 200 tonnum á Höfn í Hornafirði í gærkvöldi. Meira »

Þrír rithöfundar tilnefndir

08:41 Félagið Ibby hefur tilnefnt verk þriggja íslenskra rithöfunda á heiðurslista alþjóðlegu IBBY samtakanna, en hver landsdeild samtakanna tilnefnir einn rithöfund, einn myndhöfund og einn þýðanda. Meira »

Nýtt útlit á léttmjólkinni

08:18 Annað árið í röð efnir Mjólkursamsalan til söfnunar fyrir nýjum tækjabúnaði fyrir Landspítala undir yfirskriftinni „Mjólkin gefur styrk“. Meira »

HB Grandi kaupir lóðir á Akranesi

07:47 HB Grandi hefur fest kaup á 16 lóðum og lóðahlutum á Akranesi, alls um 3,1 hektara.   Meira »
Nagladekk á felgum undir Corollu.
Passa undir Auris og fleiri Toyotur. Stærðin er 205/55-16. Verð 50 þ. S. 896 358...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Volvoverkefni
Volvo v70 xc 4x4 T modelár 2000 Bíllinn er vélarlaus Vél ek.ca. 94. þús. km fylg...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naud...
Arkitekt/ innanhússarkitekt/ byggingafr.
Sérfræðistörf
Þ I N N T Í M I E R K O M I N N ! Við ...
Mótagengi getur bætt við sig verkefnum
Önnur störf
Mótagengi getur bætt vi...
M helgafell 6015100719 iv/v
Félagsstarf
m HELGAFELL 6015100719 IV/V...