Foreldrar skrái börn sín í trúfélög en ekki ríkið

Mbl.is/Una

Það ætti að vera í verkahring foreldra barns að ákveða hvaða trú- eða lífsskoðunarfélagi það eigi að tilheyra og því eiga þeir að sjá um þá skráningu sjálfir en ekki ríkið eins og nú er.

Þetta kemur fram í umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp innanríkisráðherra um breytingu á lögum um skráð trúfélög.

Í frumvarpinu er lögð til breyting á lögum um skráningu barna í trúfélög en þau hafa hingað til verið skráð í trúfélag móður við fæðingu. Sú breyting sem lögð er til í frumvarpinu er að ef foreldar barns tilheyra ekki sama trúfélaginu þurfi þau að koma sér saman um hvort og þá hvaða trú- eða lífsskoðunarfélagi barnið tilheyri. Þangað til verði staða barnsins ótilgreind.

Í umsögn sinni um frumvarpið segist Mannréttindaskrifstofa fagna þessari breytingu enda samræmist hún betur jafnréttislögum en ákvæði núverandi laga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert