Mikill meirihluti vill ekki í ESB

AP

Mikill meirihluti Íslendinga er andsnúinn inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem unnin var fyrir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og fjallað var um í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Samtals eru 53,8% andvíg inngöngu í ESB samkvæmt könnuninni en 27,5% eru henni hlynnt. 19,7% tóku ekki afstöðu. Ef aðeins er miðað við þá sem taka afstöðu með og á móti eru 66% á móti inngöngu í sambandið en þriðjungur fylgjandi.

Meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Samstöðu er andvígur því að gengið verði í ESB en meirihluti Samfylkingarinnar eru því hins vegar hlynntur.

Haft er eftir Rúnari að þeir sem eru á móti því að fara inn í ESB hafi sterkari skoðun á málinu og séu þar af leiðandi ólíklegri til þess að skipta um skoðun.

Spurt var: Ertu fylgjandi eða mótfallinn því að Ísland gangi í Evrópusambandið? Úrtakið var 1.900 manns og var svarhlutfallið 67%.

mbl.is

Innlent »

Verði að vera fullfjármagnað

14:31 „ÖBÍ bendir á að framkvæmdaáætlun eigi að stuðla að réttarbótum fyrir fatlað fólk og því verður orðalag hennar að vera hnitmiðað og skýrt. Jafnframt verði hún að vera að fullu fjármögnuð svo markmið hennar náist,“ segir í tilkynningu frá Öryrkjabandalag Íslands sem gerir um breytingar á tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks. Meira »

„Ótrúlegustu smáatriði geta skipt máli“

14:29 Á Facebook-síðunni Leit að Birnu Brjánsdóttur eru allir þeir sem voru í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags og gætu hafa orðið varir við eitthvað sem gæti nýst við leitina að henni, hvattir til að hafa samband við lögregluna. Meira »

Tvær þyrlur notaðar við leitina

13:35 Tvær þyrlur eru núna á sveimi í Hafnarfirði vegna leitarinnar að Birnu Brjánsdóttur. Önnur hefur sveimað um Hafnarfjarðarhöfn og hin á svæðinu við Urriðaholt, skammt frá IKEA. Meira »

„Súrrealískt og óraunverulegt“

13:14 „Hún er mjög sjálfstæð,“ segir Leó Augusto Martins, æskuvinur Birnu Brjánsdóttur sem hefur verið saknað frá því á laugardag. Þegar hann hóf skólagöngu sína í Álftamýrarskóla í 6. bekk kynntist hann Birnu strax. Þau hafa verið vinir upp frá því og fylgst að. Meira »

RÚV frestar sýningu á þáttaröð

13:05 Sýningum á þáttaröð sem fjallar um rannsókn á hvarfi ungrar konur, sem hefjast áttu á RÚV í kvöld, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Sagt er frá þessu á vef RÚV og vitnað í Skarphéðin Guðmundsson, dagskrárstjóra RÚV, sem segir ástæðuna þær aðstæður sem skapast hafa vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Meira »

Heimilt að skoða farsímagögn

13:05 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur veitt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu heimild til að afla og bera saman upplýsingar um farsíma sem tengdust sömu fjarskiptamöstrum og á sama tíma og sími Birnu Brjánsdóttur morguninn sem hún hvarf. Meira »

Leitað með öllum tiltækum ráðum

12:56 Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks leitar að Birnu Brjánsdóttur við Hafnarfjarðarhöfn og hefur gert frá því um 11 í morgun. Ekkert hefur spurst til Birnu síðan seint aðfaranótt laugardags en talið er að skórnir hennar hafi fundist við birgðastöð Atlantsolíu við Óseyrarbraut í nótt. Meira »

Hættir sem framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokksins

13:04 Magnús Sigurbjörnsson hefur sagt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins en hann hefur gegnt því starfi frá árinu 2013. Magnús greinir frá þessu á síðu sinni á samfélagsmiðlinum Facebook. Meira »

Skónum mögulega komið fyrir

12:26 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stjórnar rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir það mögulegt að skónum sem fundust í Hafnarfirði í gærkvöldi hafi verið komið þar fyrir. Þjappaður snjór undir sólunum hefur vakið athygli. Meira »

Steinar og Þórunn aðstoðarmenn umhverfisráðherra

12:20 Steinar Kaldal og Þórunn Pétursdóttir hafa verið ráðin aðstoðarmenn Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þau hefja störf í næstu viku. Meira »

Leitin að Birnu í hnotskurn

11:47 Birna Brjánsdóttir kvaddi föður sinn á föstudagsmorgun eins og venjulega. Um kvöldið fór hún ásamt vinkonu sinni í miðbæinn. Þær spiluðu á Nora Magasin og fóru svo á skemmtistaðinn Húrra til að dansa. Birna sást síðast á eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31, undir morgun á laugardag. Meira »

50-60 manns leita í Hafnarfirði

11:25 „Nú ætlum við að nota dagsbirtuna til þess að leita hérna í kringum Hafnarfjarðarhöfnina og það verður leitað með bátum, gönguhópum og jafnvel drónum,“ sagði Lárus Steindór Björnsson, svæðisstjóri björgunarsveita, þegar leit var að hefjast að Birnu Brjánsdóttur í morgun. Um 50-60 manns leita. Meira »

Kafbátur og kafarar í Hafnarfirði

10:59 Um eitt hundrað björgunarsveitarmenn leita núna að Birnu Brjánsdóttur eða vísbendingum um hvarf hennar á svæðinu þar sem skórnir, sem hugsanlega eru í hennar eigu, fundust í Hafnarfirði. Kafbátur verður notaður við leitina og kafarar munu fara í höfnina. Meira »

Drónar hafa flogið yfir svæðið

10:07 Ekki er 100% ljóst að skórnir sem fundust í Hafnarfirði í gærkvöldi séu af Birnu Brjánsdóttur. „Í augnablikinu göngum við út frá því að þetta séu skór sem við þurfum að afla upplýsinga um,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem hefur umsjón með rannsókn á hvarfi Birnu. Meira »

Hálka á Holtavörðuheiði

08:01 Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði og þæfingur á Bröttubrekku. Meira »

Funda um formenn á morgun

10:24 Til stendur að þingflokksformenn fundi óformlega á morgun um það með hvaða hætti formennsku í þingnefndum verður skipt á milli stjórnarmeirihlutans og stjórnarandstöðunnar. Þetta staðfestir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Leita að eftirlitsmyndavélum

09:19 Lögreglan kannar nú hvort eftirlitsmyndavélar eru á svæðinu þar sem skópar, sem mögulega er í eigu Birnu Brjánsdóttur, fannst í nágrenni birgðastöðvar Atlantsolíu í Hafnarfirði. Birnu hefur verið saknað frá því aðfaranótt laugardags. Meira »

Iðnaðarmenn hafa margir snúið aftur

07:57 „Mín tilfinning er sú að þeir sem fóru utan til að vinna í einhverjum afmörkuðum verkefnum séu komnir heim aftur. En töluvert margir þeirra sem fluttu með fjölskylduna með sér eru hins vegar enn úti.“ Meira »
SUMARHÚS GESTAHÚS BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir eftir máli, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215 Svörum 9 - 21 all...
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,500,- kr...
 
L edda 6017011719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017011719 III Mynd af auglýs...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar ...
Aðalfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Félagsstarf
Staður og stund
Árbæjarkirkja Starf eldri borgara hefst ...