Mikill meirihluti vill ekki í ESB

stækka

AP

Mikill meirihluti Íslendinga er andsnúinn inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem unnin var fyrir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og fjallað var um í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Samtals eru 53,8% andvíg inngöngu í ESB samkvæmt könnuninni en 27,5% eru henni hlynnt. 19,7% tóku ekki afstöðu. Ef aðeins er miðað við þá sem taka afstöðu með og á móti eru 66% á móti inngöngu í sambandið en þriðjungur fylgjandi.

Meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Samstöðu er andvígur því að gengið verði í ESB en meirihluti Samfylkingarinnar eru því hins vegar hlynntur.

Haft er eftir Rúnari að þeir sem eru á móti því að fara inn í ESB hafi sterkari skoðun á málinu og séu þar af leiðandi ólíklegri til þess að skipta um skoðun.

Spurt var: Ertu fylgjandi eða mótfallinn því að Ísland gangi í Evrópusambandið? Úrtakið var 1.900 manns og var svarhlutfallið 67%.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Innlent »

Vatnslekar í asahlákunni

Í gær, 23:01 Töluvert tjón varð þegar vatn lak inn í tvær íbúðir í Logalandi í Fossvogi og í Skerjafirði, samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Asahláka hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar snjókomu fyrr í dag. Meira »

Komu rafmagninu aftur á

Í gær, 22:02 Rafmagn komst á kl 21:50 á Melasveitarlínu frá Brennimel að Skorholti. Vinnuflokkur RARIK vinnur að bilanaleit vestan Skorholts, samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins. Mjög hvasst var undir Hafnarfjalli í kvöld og tafði það fyrir að viðgerðarmenn kæmust af stað til bilanleitar og viðgerðar. Meira »

Versta veðrið á morgun

Í gær, 21:43 „Lægðin sem veldur óveðrinu er nú vestur af landinu og færist nær landi á morgun. Það er síðan strengur sunnan við lægðina sem lendir á okkur. Vindurinn nær hámarki vestanlands á hádegi á morgun,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Rafmagnslaust í Melasveit

Í gær, 20:58 Rafmagn fór af Melasveitarlínu í kvöld um klukkan 20 og er því rafmagnslaust frá Brennimel vestur að Melasveit. Talið er að veðrið valdi biluninni á línunni, en afar hvasst er nú undir Hafnarfjalli. Meira »

Óbætanlegt tjón ef spítalinn verður notaður til annars

Í gær, 20:29 Hollvinasamtök St. Jósefsspítala í Hafnarfirði skora á þingmenn að tryggja að áfram verði rekin heilbrigðisstarfsemi í spítalanum sem hefur verið auglýstur til sölu. Það yrði óbætanlegt og óafturkræft tjón ef húsið yrði selt og notað til einhvers annars, að mati samtakanna. Meira »

Harkalegur árekstur í Hveradalsbrekku

Í gær, 20:02 Einn var fluttur á sjúkrahús fyrr í dag vegna umferðarslyss sem átti sér stað efst í Hveradalsbrekku fyrir ofan Hveragerði. Að sögn lögreglu er viðkomandi ekki alvarlega slasaður. Meira »

Missti af stærsta vinningnum

Í gær, 19:34 Íslenska tipparanum sem átti tæpar 210 milljónir undir því að Liverpool ynni Bolton í ensku bikarkeppninni varð ekki að ósk sinni en liðin skildu jöfn 0-0. Hann hefði unnið um 210 milljónir króna með sigri Liverpool en hann fær þó þrjár milljónir í sinn hlut. Vinningurinn hefði verið sá hæsti í sögunni. Meira »

Síðasti McDonald's hamborgarinn

Í gær, 20:00 Árið 2009 fór Hjörtur Smárason og keypti síðasta McDonalds-hamborgarann sem seldur var á Íslandi. Eftir stutt stopp á Þjóðminjasafninu hefur hamborgarinn nú ratað á Bus Hostel þar sem óprúttnir gestir hafa jafnvel stolið rúmlega fimm ára gömlum frönskunum. Meira »

Fólk virði lokanir lögreglu

Í gær, 19:13 Björgunarsveitir fyrir austan fjall og af höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út til að aðstoða vegfarendur í ófærð og óveðri. Landsbjörg beinir því til fólks að virða lokanir lögreglu og að vera ekki á ferðinni þar sem veður er vont nema á bifreiðum sem eru vel búnar fyrir aðstæður. Meira »

Grænmetissulta ekki fyrir grænmetisætur

Í gær, 18:53 Samtök grænmetisæta gera athugasemdir við fréttir af grænmetissultu frá Kjarnafæði. Þau segjast fagna allri nýsköpun í framboði á grænmetisfæði en grænmetissultan umrædda henti þó ekki grænmetisætum þar sem hún inniheldur matarlím. Það er unnið úr dýrum. Meira »

Vegum lokað vegna veðurs

Í gær, 18:43 Lokað er um Sandskeið, Hellisheiðin, Þrengsli og Kjalarnes eins er lokað um Mosfellsheiði en fært er um Suðurstrandaveg þar er hálka og skafrenningur, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Meira »

Milljónir velta á Liverpool

Í gær, 17:57 Íslenskur tippari leggur nú allt traust sitt á Liverpool sem etur kappi við Bolton í ensku bikarkeppninni. Vinni þeir rauðklæddu verður tipparinn með alla þrettán leikina á enska getraunaseðlinum rétta og fær þá 210 milljón króna vinning í sinn hlut. Meira »

Stærsta svíta Norðurlanda

Í gær, 17:30 Miklar endurbætur hafa staðið yfir á Hótel Keflavík undanfarin tvö ár og er stefnt að því að ljúka þeim í haust. Eftir breytingarnar verður stærstu hótelsvítu á Norðurlöndunum að finna á efstu hæð hótelsins. Meira »

Leitað að vitnum að árekstri

Í gær, 15:33 Leitað er að vitnum að árekstri sem átti sér stað á gatnamótum Flugvallarvegar og Bústaðavegar klukkan 14:00 í dag. Ágreiningur er um stöðu ljósa á þeim tíma. Meira »

Vekur athygli á erfiðri stöðu Grímseyjar

Í gær, 14:02 Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti einróma ályktun á fundi sínum í gær þar sem lýst er yfir þungum áhyggjum af málefnum eyjabyggða á Íslandi og þá sérstaklega stöðu Grímseyjar. Meira »

Skafbylur og lítið skyggni

Í gær, 16:42 Búast má við skafbyl og litlu skyggni á þjóðveginum yfir Hellisheiði þar til seint í kvöld. Vaxandi SA-átt er og á undan skilum verður hríð og skafrenningur um tíma fyrst suðvestanlands. Í kvöld er reiknað er með vindhviðum allt að 30-35 m/s á utanverðu Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Meira »

Sóttu fótbrotinn göngumann

Í gær, 14:12 Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út vegna göngumanns sem slasaðist vestan í Lambafelli í Þrengslum í dag. Talið er að hann sé fótbrotinn samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Meira »

Sérfræðingur fer yfir niðurstöðurnar

Í gær, 13:22 Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur falið sérfræðingi við lagadeild Háskóla Íslands að fara yfir niðurstöður umboðsmanns Alþingis um samskipti forvera hennar í embætti, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Meira »
Til sölu þvottavél og ísskápur með frysti.
Til sölu vel með farin þvottavél 30,000 kr og Ísskápur 15,000kr. Upplýsingar í ...
GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
Kerra til sölu
Til sölu kerra með varadekki, samanbrjótanleg með 18mm vatnsvarðri krossviðsplöt...
SKÍRTEINI OG PLASTKORT
Samskipti - prentlausnir fyrir skapandi fólk...
 
Nora styrkur
Styrkir
NORA styrkir samstarf á Norður-Atlants...
Starf í noregi
Heilbrigðisþjónusta
Flytta til Norge? ULVIK HERAD Avd. ...
Júpíter rekstrarfélag hf: sjóðstjóri skuldabréfa
Sérfræðistörf
Sjóðstjóri skuldabréfa Júpíter rekstr...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæð...