Ræddi ekki við dómara Hæstaréttar

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari.
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari. mbl.is

Enginn af starfandi dómurum Hæstaréttar ræddi við blaðamann Mannlífs sem skrifaði grein um Hæstarétt í blaði sem kom út fyrr í þessum mánuði. Þetta segir í yfirlýsingu sem Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari sendi frá sér.

„Í tilefni af grein um Hæstarétt, sem birt var í aprílhefti tímaritsins Mannlífs, tek ég fram að samdómarar mínir við Hæstarétt hafa allir greint mér frá því í persónulegum samtölum að þeir hafi ekki tjáð sig með nafnleynd við höfund greinarinnar um mig eða aðra starfandi dómara við réttinn. Hafa þeir heimilað mér að skýra frá þessu á opinberum vettvangi. Köpuryrði um mig sem eftir þeim eru höfð í fyrrnefndri grein eru því ekki frá þeim komin,“ segir í yfirlýsingu frá Jóni Steinari.

Í greininni í Mannlífi var fullyrt að flokkadrættir væru meðal dómara Hæstaréttar og fjallað var um ráðningar dómara við réttinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert