Alþingi ekki afgreiðslustofnun

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. Morgunblaðið/Golli

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir óraunhæft að áætla að frumvörp um fiskveiðistjórnunarkerfið renni í gegnum Alþingi áður en þingið lýkur störfum í lok mánaðar. Hann bendir á að ríkisstjórnin hafi undanfarin þrjú ár lagt fram yfir fimmtíu mál á síðasta framlagningardegi.

Bjarni var gestur í Silfri Egils í hádeginu og fór þar yfir starf Alþingis að þinglokum. „Þingið getur ekki verið afgreiðslustofnun sem stimplar gjörðir ríkisstjórnarinnar,“ sagði Bjarni og bætti við að ríkisstjórnin geti ekki lagt fram risastór mál á síðasta degi framlagningar þingsins og ætlast til þess að þau verði afgreidd sí svona.

Bjarni sagði frumvörpin um fiskveiðistjórnunarkerfið aldrei geta orðið að lögum í núverandi mynd og það sé yfirgangur og frekja hjá ríkisstjórninni að koma með málið svo seint inn í þingið. Hann benti á að sum sextíu aðilar hafi fengið málið til umsagnar og í einni þeirra sé því mælt bót, af Samfylkingarfélaginu á Suðurlandi. Það sé þó engu að síður með fyrirvara.

Þá benti hann á að þrjár lögfræðistofur hafi skilað umsögnum um málið og í þeim öllum komi fram að það séu þættir í frumvörpunum sem brjóta gegn stjórnarskránni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert