ESB-aðild myndi gjörbreyta veiðum

Refaveiðar verða mjög takmarkaðar gangi Ísland í ESB.
Refaveiðar verða mjög takmarkaðar gangi Ísland í ESB. mbl.is/Árni Sæberg

Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður furðar sig á lítilli umræðu hér um þau miklu áhrif sem tilskipanir ESB í umhverfismálum munu hafa gangi Ísland í ESB.

Hann bendir á það að við inngöngu verði mjög mikil breyting á umhverfi veiða villtra dýra hér á landi, svo sem refa, sela og hvala. Íslendingar muni þurfa að lúta forræði frá Brussel á þessu sviði, að mati Guðlaugs Þórs. Eitthvað verði þó hægt að sækja með undanþágum, án þess að neitt sé fast í hendi um það.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag bendir hann á, að refurinn sé forgangstegund samkvæmt vistgerðatilskipun ESB og á lista þar í viðaukum II og IV. Samkvæmt því eigi annars vegar að tryggja tegundinni friðlönd og hins vegar friða hana. Hægt sé að víkja frá meginreglun-um í undantekningartilvikum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert