Mávarnir hafa rænt íbúa nætursvefninum

Mávar hafa angrað íbúa í nágrenni íþróttavallanna í Kópavogi.
Mávar hafa angrað íbúa í nágrenni íþróttavallanna í Kópavogi. mbl.is/Ómar

Undanfarna daga hafa íþróttavellir í Kópavogi verið þéttsetnir af mávum í hundraða tali. Kjötmjöl í kögglum sem var borið á vellina hefur dregið mávana að og verið sannkallaður veislumatur fyrir þá.

Mávarnir hafa valdið miklu ónæði í hverfum við vellina og eru dæmi þess að íbúar hafi átt svefnlitlar nætur af þeirra völdum.

„Lætin í mávunum hafa gert það að verkum að ég er illa útsofinn enda eru þeir gargandi fyrir framan gluggann hjá manni alla nóttina. Krökkunum í hverfinu er heldur ekkert vel við þá. Síðan hefur gæsafælan sem er notuð til þess að fæla mávana í burtu valdið enn meiri hljóðmengun,“ segir íbúi í Furugrund sem er við HK-völlinn í Fagralundi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert