Einn fékk 10 á prófi í fjármálalæsi

Almennt vanmátu þátttakendur í könnuninni rekstrarkostnað bifreiða á ári.
Almennt vanmátu þátttakendur í könnuninni rekstrarkostnað bifreiða á ári. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Íslendingar eru ekkert sérlega vel að sér þegar kemur að fjármálalæsi. Í könnun sem Stofnun um fjármálalæsi lét gera var meðaleinkunn þátttakenda 5,9%. Útkoman nú er lægri en í könnun sem gerð var 2008. Einn vissi svör við öllum 19 spurningunum og einn var með öll svör vitlaus.

Í skýrslu um könnunina segir að það komi nokkuð á óvart hversu mikið þátttakendur vanmátu rekstrarkostnað bifreiða á ári og hversu fáir vissu upphæð yfirdráttarvaxta.
Í ljós kom að tekjur, menntun, kyn og aldur spáðu marktækt fyrir um frammistöðu á þekkingarhluta rannsóknarinnar

Hærri tekjur og meiri menntun spáðu fyrir betri frammistöðu. Konur stóðu sig marktækt verr en karlar á þekkingarhluta rannsóknarinnar, og þátttakendur í elsta og yngsta hópnum stóðu sig verr en þátttakendur í miðjualdurshópunum tveimur. „Það er því mikilvægt að ná til þeirra sem eru minnst menntaðir og hafa lægstu tekjurnar ef bæta á þekkingu landsmanna á fjármálum einstaklinga og heimila. Einnig er mikilvægt að vekja áhuga kvenna á viðfangsefninu sem og yngstu og elstu kynslóðarinnar,“ segir í skýrslunni.

Dæmi um spurningar í könnuninni eru:

„Hversu háa telur þú yfirdráttarvexti vera í dag?“

„Hækki gengisvísitala krónunnar, hækkar, lækkar eða hefur það engin áhrif á verð erlendra gjaldmiðla?“

„Hver telur þú að greiði þinglýsingargjöld þegar keypt er fasteign?“

„A leggur 1.000 krónur fyrir á mánuði frá 25 ára aldri. B leggur fyrir 2.000 krónur á mánuði á samskonar sparnaðarreikning frá 50 ára aldri. Hvort þeirra telur þú að muni eiga hærri fjárupphæð á 75 ára afmæli sínu eða verður upphæðin jafnhá?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert