„Í fyrsta skipti sanngirni á byggingamarkaði“

Að sögn framkvæmdastjóra Bauhaus á Íslandi mættu 8.000 viðskiptavinir í …
Að sögn framkvæmdastjóra Bauhaus á Íslandi mættu 8.000 viðskiptavinir í verslunina á opnunardegi Árni Sæberg

„Þetta var eins og þjóðhátíð hérna þegar hæst stóð,“ segir Halldór Ó. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bauhaus á Íslandi, eftir annasaman opnunardag verslunarinnar.

Að sögn Halldórs komu um 8.000 viðskiptavinir í verslunina á þessum fyrst degi. Aðspurður hvort þessi aðsókn hafi farið fram úr vonum eigenda, segir Halldór að hann sé ýmsu vanur í tengslum við Bauhaus-verslanir erlendis. „En þessi mikla aðsókn hér heima sýnir glöggt að það er mikil þörf á verslun af þessu tagi. Enda í fyrsta skipti sem fólk sér einhverja sanngirni á þessum markaði. Í því samhengi er kannski ekki skrýtið að við höfum fengið þessi viðbrögð,“ segir Halldór.

Fullt var út úr dyrum frá opnun klukkan 7 í morgun, til lokunar síðdegis. Gestir voru að sögn Halldórs ekki bara að skoða, heldur seldist heilmikið á þessum fyrsta degi. „Búið er að tæma ýmsa lagera, við þurfum að fá aukasendingu í næstu viku til að fylla í eyður sem nú hafa skapast.“ Halldór segir að sjá megi á innkaupunum að fólk hafi beðið eftir að verslunin yrði opnuð til að kaupa ýmsar nauðsynjavörur til byggingar- og smíðastarfa.

Halldór segir ekki sé hægt að skilgreina hvað seljist mest, „það er jafnt smávara og grófari vörur eins og timbur og annað. Grillin seldust líka ótrúlega vel ásamt rafmagnsverkfærum og öðru. Það selst einfaldlega allt sem hér er til sölu.“

Að sögn Halldórs ríkti mikil stemning í 22 þúsund fermetra versluninni „Hér var bæði starfsfólk og viðskiptavinir skælbrosandi. Þeir 10 sem unnu 100.000 króna vöruúttekt í happdrætti löbbuðu svo héðan út brosandi út að eyrum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert