Milljón gestir í Hörpu í næstu viku

mbl.is/Kristinn

Þegar innan við ár er liðið frá því að tónlistarhúsið Harpa var opnað hafa um 980 þúsund manns heimsótt húsið.

Pétur J. Eiríksson, starfandi stjórnarformaður Portusar sem á og rekur Hörpu, segir í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag, að fjöldi gesta fari yfir milljón í næstu viku að öllu óbreyttu.

„Þetta er töluvert miklu meira en við bjuggumst við þegar við opnuðum. Þetta eru gestir á viðburði, matargestir og fólk sem heimsækir húsið. Við erum með teljara í dyrunum svo við vitum alltaf hvað koma margir í hverri viku,“ segir hann. Á bilinu 16-40 þúsund manns heimsækja Hörpu í hverri viku að sögn Péturs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert