Ragnheiður Elín: Einstaklegur ömurleiki Margrétar Tryggvadóttur

Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Ragnheiður Elín Árnadóttir. mbl.is/Friðrik Tryggvason

„Margrét Tryggvadóttir má uppnefna mig eins og hún vill í bloggpistlum sínum - mér gæti hreinlega ekki verið meira sama. En mér misbýður verulega þegar hún af sínum einstaka ömurleika lætur skína í það að einhverjir þingmenn hafi verið undir áhrifum áfengis í umræðunum á fimmtudaginn,“ skrifar Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Facebook-síðu sína í dag.

„Hún talar um að einhverjir þingmenn hafi verið „áberandi þvoglumæltir einhverra hluta vegna“. Fræinu er sáð...let them deny it!“

Hér er Ragnheiður Elín að svara bloggfærslu Margrétar Tryggvadóttur, þar sem hún m.a. skrifaði m.a.: „Ég bauð mig EKKI fram til að sitja í þingsal með fólki sem vaknar á hverjum morgni eins og Láki jarðálfur og reynir að finna nýjar leiðir til að vera vont, til þess að skemma og eyðileggja.“

 „Ég var í þinginu þar til fundi var slitið um kl. 3 og ég get fullvissað Margréti Tryggvadóttur um að enginn þeirra þingmanna sem sóttu þingfund var undir áhrifum áfengis,“ skrifar Ragnheiður Elín. „Ég get því miður hins vegar ekki fullvissað menn um það hvort Margrét hafi verið allsgáð eða ekki - hún nefnilega fékk það ekki af sér að mæta í vinnuna sem hún var kjörin til. Svo geta menn haft sínar skoðanir á því.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert