10 ára samningur Huangs við ríkið

Huang leigir Grímsstaði með þremur mismunandi samningum; til 10, 40 …
Huang leigir Grímsstaði með þremur mismunandi samningum; til 10, 40 og 99 ára. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Ekki hafa enn neinir samningar verið gerðir um leigu Huang Nubo á Grímsstöðum í Fjöllum. Samkvæmt heimildum mbl.is verður leigusamningurinn, verðir hann undirritaður, í þremur liðum. Í fyrsta lagi yrði gerður samningur við sveitarfélögin um leigu á landinu til 40 ára, eða því sem nemur endurgreiðslutíma kaupverðsins.

Undanskilinn er sá hluti sem húsin standa á. Sá samningur yrði að öllum líkindum gerður til 99 ára, eins og venja er um lóðaleigusamninga undir fasteignir. Í þriðja lagi yrði svo um að ræða fjárfestingarsamning við ríkið, en sá samningur verður einungis gerður til 10 ára.

Samningurinn við ríkið gildir frá gangsetningu verkefnisins, eða frá því að rekstur hefst. Sá samningur gildir mest til 13 ára frá undirritun. Þetta þýðir að byggingartíminn getur mest orðið 3 ár, en á þeim tímapunkti byrjar rekstrarsamningstíminn að líða.

Aðilar málsins, sveitafélög og fjárfestingafélag Huangs vinna nú undirbúningsvinnu í tengslum við málið, en ekki er ljóst hvenær undirritaðir samningar munu liggja fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert