Mokstur í höndum einkaaðila

Traktorsgrafa notuð við að moka snjó af Kjalvegi.
Traktorsgrafa notuð við að moka snjó af Kjalvegi. mbl.is/Páll Gíslason

„Það eru talsverðir hagsmunir fyrir okkur að losa snjóinn af veginum. Þau ferðaþjónustufyrirtæki sem eru á svæðinu urðu fyrir miklum skaða í fyrra því vegurinn var opnaður svo seint. Því höfðum við frumkvæði að því að ryðja veginn. Vegagerðinni er svo í sjálfsvald sett hvort hún kemur að kostnaði við þetta.“

Þetta segir Páll Gíslason, rekstrarstjóri og einn eigenda Fannborgar við Kerlingarfjöll, í Morgunblaðinu í dag.

Snjómokstur á fjallvegum er ekki inni í fjárveitingum Vegagerðarinnar en sökum þess að ferðamannatímabilið er sífellt að lengjast hér á landi liggja nokkrir hagsmunir undir því að vegir séu ruddir snemma að sumri til.

Eftir vorhret í fyrra var vegurinn um Kjöl ekki opnaður fyrr en 23. júní. Stefnt er að því að vegurinn verði opnaður á milli 3.-5. júní í ár vegna þessa framtaks einkaaðila.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert