Fjárfestingar snarminnka

Neðri hluti Þjórsár.
Neðri hluti Þjórsár. www.mats.is

Áætlaðar fjárfestingar í framleiðslu og flutningi á orku munu dragast saman um 120 milljarða króna og fjárfestingar í orkufrekum iðnaði og afleidd áhrif um 150 milljarða 2012-2016 ef tillögur ríkisstjórnarinnar um rammaáætlun verða að veruleika.

Þetta kemur fram í umsögn fjármálafyrirtækisins GAMMA til atvinnuveganefndar Alþingis. Ríkisstjórnin vill m.a. setja virkjanir í neðri hluta Þjórsár og við Skrokköldu í biðflokk en þessar virkjanir eru taldar vera með hagkvæmari virkjanakostum á Íslandi.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að hagfræðingar GAMMA álíta að uppsafnaður hagvöxtur verði 4-6% minni fyrir vikið og atvinnulífið verði af um það bil 5.000 ársverkum á umræddu fjögurra ára tímabili. Ásgeir Jónsson hjá GAMMA segir að við Kárahnjúka hafi erlendir verktakar séð að mestu um verkið. En þar sem virkjanir í Þjórsá séu minni að umfangi megi gera ráð að fyrir að innlendir aðilar gætu tekið meiri þátt í þeim og afleiddu áhrifin því hlutfallslega jákvæðari fyrir þjóðarbúið. Þessum atriðum megi stýra að nokkru með gerð útboða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert