Hvatti Össur til að draga frá gluggatjöldin

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar

„Þessir aðilar eru óþreytandi við að þeytast um landið og bera út vonlausan boðskap,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í umræðum á Alþingi í dag og gagnrýndi þar harðlega Evrópuviku sem Evrópustofa, upplýsingamiðstöð Evrópusambandsins, stendur fyrir þessa vikuna í tilefni Evrópudagsins sem var í gær.

„Akkúrat í þessari sömu viku og hin svokallaða Evrópuvika er barst ný skoðanakönnun í þá átt að 64% stjórnenda í íslensku atvinnulífi eru alfarið á móti aðild að Evrópusambandinu,“ sagði Vigdís og bætti því við að fleiri skoðanakannanir hefðu sýnt sama hlutfall á móti því að ganga í ESB og nefndi nýlega könnun meðal félagsmanna í Samtökum iðnaðarins. Leitun væri að hópum í samfélaginu sem vildu ganga í sambandið.

Þá beindi Vigdís orðum sínum til Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra og spurði hvenær hann og ríkisstjórnin ætluðu „að draga frá gluggatjöldin og yfirgefa brennandi tröppurnar í Brussel og hætta þessu bjölluati sem þau eru að leiða yfir íslensku þjóðina?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert