Íslendingar oftar á bak við innflutning glæpamanna

Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði.
Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði. mbl.is/Friðrik

Algengara er að erlendir glæpamenn sem koma til Íslands í þeim tilgangi að fremja glæpi komi hingað að undirlagi Íslendinga en útlendinga. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Fjórtán manns, allir frá Austur-Evrópu, voru handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglu í Danmörku og Berlín í gær og eru þeir taldir tengjast mestu innbrotahrinu í sögu Danmerkur. Andvirði þýfisins sem þeir stálu er talið hlaupa á milljónum danskra króna. Talið er að tveir mannanna, sem búsettir eru í Kaupmannahöfn, hafi stjórnað hópnum.

Helgi segir að dæmi séu um að útlendingar búsettir hér hafi tengst hópum erlendra glæpamanna sem komi hingað til lands. Skemmst sé að minnast ránsins í úrabúð Michelsens á Laugavegi í fyrra en þar aðstoðaði erlendur maður búsettur hér við undirbúning ránsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert