Sérstakur saksóknari stofnun ársins

Aðsetur sérstaks saksóknara. Sérstakur saksóknari
Aðsetur sérstaks saksóknara. Sérstakur saksóknari mbl.is

Stofnun ársins í könnun SFR stéttarfélags í almannaþjónustu er Sérstakur saksóknari en þetta er annað árið í röð sem sú stofnun er sigurvegari í flokki stórra stofnana. Landmælingar Íslands eru Stofnun ársins í flokki meðalstórra stofnana og Persónuvernd í flokki lítilla stofnana. Hástökkvarinn í ár er Sýslumaðurinn í Borgarnesi, en þann titil hlýtur sú stofnun sem hækkar sig mest á milli ára.

Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins og Fyrirtæki ársins 2012 voru kynntar á Hótel Nordica 11. maí kl. 17:00. Könnunin er samstarfsverkefni VR og SFR stéttarfélags í almannaþjónustu með þátttöku ríkisins og nú í ár er Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar (St.Rv.) einnig með. Þetta er í sjöunda sinn sem SFR tekur þátt í könnuninni sem er ein stærsta sinnar tegundar á landinu. Tæplega 50 þúsund starfsmenn á almennum og opinberum vinnumarkaði fengu könnunina senda.

Stofnanir ársins hjá SFR stéttarfélagi í almannaþjónustu eru þrjár að þessu sinni. Í ár er valið um Stofnun ársins í þremur flokkum í stað tveggja áður, þ.e. stórra stofnana með 50 starfsmenn eða fleiri, meðalstórar stofnanir með 20-49 starfsmenn og litlar stofnanir með færri en 20 starfsmenn. Könnun SFR tekur mið af niðurstöðum 5500 ríkisstarfsmanna en könnunin tekur nú til allra starfsmanna ríkisstofnana óháð stéttarfélagsaðild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert