Meirihlutinn í Garði fallinn

Sveitarfélagið Garður.
Sveitarfélagið Garður. www.svgardur.is

Bæjarstjórnarmeirihlutinn í  Garði er fallinn. Kolfinna S. Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna, hefur ákveðið að mynda nýjan meirihluta með L-lista og N-lista.

Þetta staðfestir Brynja Kristjánsdóttir, formaður bæjarráðs.

Í yfirlýsingu sem bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þau Brynja, Einar Jón Pálsson og Gísli Heiðarsson, sendu frá sér í kvöld segir að þau harmi þessa ákvörðun Kolfinnu. Í síðustu kosningum fengu sjálfstæðismenn fjóra bæjarfulltrúa af sjö.

„Sjálfstæðisflokkurinn fékk 55% atkvæða í síðustu sveitarstjórnarkosningum og því afar sterkt umboð til að vinna að erfiðum málum í sveitarfélaginu,“ segir í tilkynningunni. „Ljóst er að bæjarfulltrúinn Kolfinna S. Magnúsdóttir byggir ákvörðun sína á persónum - ekki pólitík. Enginn ágreiningur hefur verið um málefni.“

Ekki náðist í Kolfinnu við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert