Ekki rannsóknarboranir í Ófeigsfirði í ár

Hvalárfoss í Ófeigsfirði.
Hvalárfoss í Ófeigsfirði. mbl.is/RAX

Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði er annar tveggja virkjanakosta vatnsafls sem lenda í orkunýtingarflokki samkvæmt þingsályktunartillögu um rammaáætlun.

Náttúruverndarsamtök Íslands og Náttúruverndarsamtök Vestfjarða eru á öndverðum meiði í umsögnum um áætlunina. Vestfirðingar gera ekki athugasemd við flokkunina.

Í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag segir, að ekkert verði af rannsóknarborunum vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði í sumar. Gunnar G. Magnússon, einn þriggja eigenda VesturVerks sem hyggst reisa virkjunina, segir ástæðuna vera töf á afgreiðslu Alþingis á þingsályktunartillögu um rammaáætlun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert