Stækkun virkjunarinnar kostar hálfan milljarð

Mjólkurárvirkjun í Arnarfirði
Mjólkurárvirkjun í Arnarfirði Af vef BB

Árleg orkuvinnsla Mjólkárvirkjunar eykst um 6 GWh í kjölfar stækkunar stöðvarinnar og standa vonir til að hún verði í kringum 50 GWh. Heildarkostnaður við stækkunina nemur um 500 milljónum króna en kostnaður við stækkun stöðvarhússins er um 110 milljónir króna, segir í frétt Bæjarins besta.

Vélarkaup og uppsetning vélar kostar um 360 milljónir króna og inntak og pípa um 22 milljónir, að því er fram kemur í ársskýrslu fyrirtækisins.

Þar kemur einnig fram að stækkun Mjólkárvirkjunar sé ekki lokið eins og lagt var upp með árið 2009 í kjölfar útboðs á fjórum vélum, þar sem tvær þeirra voru ætlaðar til endurnýjunar þeim sem fyrir voru og hinar sem viðbót ofar á virkjunarsvæðinu. Ákveðið var að kaupa tvær vélar en fresta endurnýjun Mjólkár I um óákveðinn tíma, aðallega vegna efnahagshrunsins og treysta í staðinn á endingu hennar enn um sinn. Einnig var hætt við nýja virkjun, Mjólká IV, þar sem hún kom illa út úr útboði og hagkvæmni á henni minnkaði þegar ákveðið var stækka Mjólká II.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert