Vilja 40 metra mastur á tindinn

Grafan á tindi Úlfarsfells.
Grafan á tindi Úlfarsfells. Morgunblaðið/Styrmir Kári

Í hæsta tind Úlfarsfells var í síðustu viku grafinn um 30 metra langur skurður af tindinum. Í skurðinn á að leggja ljósleiðara og rafmagnstaug, frá byggð og upp á tind, því á tindinum ætlar Vodafone að reisa tvö 10 metra fjarskiptamöstur fyrir útvarpssendingar í tilraunaskyni og lítið skýli undir tækjabúnað. Reynist staðsetningin vel er ráðgert að reisa þarna 40 metra hátt mastur.

Framkvæmt var á grundvelli framkvæmdaleyfis frá Reykjavíkurborg en framkvæmdir, sem hófust í síðustu viku, voru stöðvaðar af borginni eftir að íbúi í nágrenninu gerði athugasemdir.

Neðri hlíðar Úlfarfells eru hluti af útivistar- og skógræktarsvæðinu Græna treflinum en efri hlíðar eru skilgreindar sem opið svæði. Í bréfi Skipulagsstofnunar til borgarinnar 18. ágúst í fyrra kemur fram að stofnunin telji að vinna þurfi deiliskipulagstillögu vegna framkvæmdanna og einnig að Reykjavíkurborg þurfi að taka afstöðu til þess hvort bygging mastranna feli í sér breytingu á aðalskipulagi.

Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar, segir að útgefið framkvæmdaleyfi vegna lagna í jörðu byggi aðallega á stefnumörkun í Aðalskipulagi Reykjavíkur og þurfi því ekki að afla meðmæla vegna þeirra framkvæmda. Það hafi þó verið gert þegar fyrir lá umsókn um víðtækari framkvæmdir þ.m.t. byggingu 30,5 metra fjarskiptamasturs. Eftir að ný umsókn barst, sem eingöngu fjallaði um lagnir í jörðu, hafi ekki verið óskað eftir meðmælum. Verið sé að fara yfir málið hjá skipulags- og byggingarsviði, í ljósi athugasemda, og á meðan hafi framkvæmdir verið stöðvaðar til bráðabirgða.

Ekki lagt í veginn

Lengi hefur legið vegur upp á tindinn og þegar gengið er þangað upp vekur athygli að þeir sem standa að framkvæmdunum - og borgin sem leyfði þær - skuli ekki láta leggja strenginn í veginn, í stað þess að grafa skurð í tindinn. Að sögn Hrannars Péturssonar, framkvæmdastjóra samskiptasviðs Vodafone eru tvær ástæður fyrir því. Annars vegar yrði dýrara að leggja strenginn í veginn heldur en að plægja hann niður í svörðinn og hins vegar hafi álitamál um eignarhald á landinu undir veginum átt sinn þátt í að sú leið var ekki talin hentug.

Sá sem gerði athugasemdina sem varð til þess að framkvæmdir voru stöðvaðar var Ingimundur Stefánsson, íbúi í Úlfarsárdal og fyrrverandi formaður íbúasamtaka hverfisins.

Ingimundur segir að vinnubrögð borgarinnar, að veita framkvæmdaleyfi án meðmæla Skipulagsstofnunar, gangi að sjálfsögðu ekki. Hinn rétti farvegur væri að leggja fram tillögu að deili- eða aðalskipulagi og þá gæti almenningur og hagsmunaaðilar komið sínum sjónarmiðum að. Ingimund grunar raunar að ástæðan fyrir því að ekki var lögð fram skipulagstillaga að þessari framkvæmd sé sú að hætt sé við að hún yrði umdeild og að margir myndu gera athugasemdir. „Mín persónulega skoðun er sú að þetta rýri útivistargildi svæðisins,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ný tækni opnar fötluðum tækifæri

08:18 Frumbjörg – Frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar fékk verðlaun sem besta framtakið á sviði vistkerfis nýsköpunar (Best Startup Ecosystem Initiative) á Norðurlöndunum 2017. Verðlaunin voru veitt á hátíð norrænna nýsköpunarverðlauna, Nordic Startup Awards, síðastliðið miðvikudagskvöld í Stokkhólmi. Meira »

Hugmynd um gosbrunn á Lækjartorg

07:57 Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar berast reglulega áhugaverðar tillögur og barst ráðinu nýlega ein slík.  Meira »

Handtekinn grunaður um líkamsárás

07:46 Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var karlmaður handtekin í Spönginni í Grafarvogi grunaður um líkamsárás. Maðurinn hótaði einnig lögreglumönnum og er nú vistaður í fangaklefa. Á sama stað var annar maður handtekinn fyrir að tálma störf lögreglu og er hann einnig vistaður í fangaklefa. Meira »

Mat lækkað fimm ár aftur í tímann

07:37 Yfirfasteignamatsnefnd hefur lagt fyrir Þjóðskrá Íslands að taka fasteignamat íbúðarhúss í Grafarvogi til endurákvörðunar fimm ár aftur í tímann. Meira »

Kona handtekin vegna heimilisofbeldis

07:36 Kona var handtekin á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöld vegna gruns um heimilisofbeldi. Hún var vistuð í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Þá var karlmaður handtekinn í kjallara fjölbýlishúss í borginni rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Meira »

Vinstri grænir lækka flugið

07:17 Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn, Viðreisn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa bætt stöðu sína frá síðustu viku samkvæmt nýrri könnun á fylgi framboða sem Félagsvísindastofnun Háskólans gerði fyrir Morgunblaðið dagana 16. til 19. október. Meira »

Loðnan nær ströndum Grænlands en áður

05:30 Lagt er til að leyft verði að veiða 208 þúsund tonn af loðnu á vertíðinni 2017/2018. Í loðnuleiðangri í haust var dreifingin mjög vestlæg eins og á undanförnum árum og fannst loðna nær ströndum Grænlands en áður hefur sést í leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar á þessum slóðum. Meira »

Hafarnarstofninn stækkar stöðugt

05:30 Hafarnarstofninn hefur ekki verið jafn sterkur og nú síðan í lok 19. aldar. Hafarnarpörin voru 76 á liðnu sumri og fjölgaði um tvö frá því í fyrra. Þá komust upp 36 ungar úr 28 hreiðrum, en 51 par reyndi varp í sumar. Meira »

Vilja sameinast Fjarðabyggð

05:30 Sveitarstjórn Breiðdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að óska eftir því við bæjarstjórn Fjarðabyggðar að kannaðir verði möguleikar á sameiningu sveitarfélaganna. Meira »

Afgreiddu 17 tilvik um báta sem voru dregnir til hafnar

05:30 Af 39 málum á síðasta fundi sjóslysasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa var 17 lokið með færslunni „vélarvana og dreginn til hafnar“. Meira »

Mótmæla uppbyggingu á Allianz-reit

05:30 Fjölmargar athugasemdir bárust vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á svokölluðum Allianz-reit við Grandagarð í Reykjavík. Meirihlutinn í borgarráði, Samfylking, Björt framtíð og Vinstri græn, styðja uppbygginguna en sjálfstæðismenn í minnihlutanum eru henni andvígir. Meira »

Þarf að kaupa losunarheimildir

05:30 Losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi mun fara fram úr heimildum samkvæmt Kýótó-bókuninni fyrir árin 2013-2020, samkvæmt greiningu Umhverfisstofnunar. Meira »

Kjörseðlarnir rjúka út á Spáni

05:30 Íslendingar búsettir á Torrevieja, Alicante og Benidorm á Spáni hafa verið mjög duglegir að kjósa utan kjörfundar vegna komandi þingkosninga. Meira »

Hrundi úr hillum og brotnaði

Í gær, 22:37 Jarðfræðingurinn Sigurjón Valgeir Hafsteinsson, sem er yfir neyðarvörnum hjá Rauða krossinum á Suðurlandi, varð vel var við jarðskjálftana nú í kvöld. „Þá drundi í öllu og hristist allt og það hrundi hér úr hillum og brotnaði aðeins,“ segir Sigurjón sem á von á fleiri skjálftum. Meira »

Eldur í ruslageymslu

Í gær, 21:13 Eldur kom upp í ruslageymslu í Sólheimum á níunda tímanum í kvöld. Einn slökkvibíll var sendur á staðinn og vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Tvöfalt fleiri með geðraskanir

05:30 Nýgengi örorku vegna geðraskana hefur tvöfaldast á tímabilinu 2011 til 2016 en með nýgengi örorku er átt við fjölda einstaklinga sem fá sitt fyrsta 75% örorkumat hjá Tryggingastofnun ríkisins, miðað við dagsetningu úrskurðar. Meira »

Jörð skelfur við Selfoss

Í gær, 21:39 Klukkan 21:50 í kvöld varð jarðskjálfti af stærð 3,4 norðaustur af Selfossi og hafa tilkynningar borist Veðurstofunni um að skjálftinn hafi fundist vel á Selfossi og í nágrenni. Jarðskjálftahrina hefur verið í gangi á svæðinu frá því um kl. 16:00 í dag. Meira »

Erlendir göngu-hrólfar nánast einir um hituna

Í gær, 21:00 Þátttaka útlendinga í gönguferðum um Laugaveginn, úr Landmannalaugum í Þórsmörk, hefur aukist með hverju árinu. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir að á nýliðnu sumri hafi hlutfall þeirra verið allt að 95% af um tólf þúsund sem fóru þessa vinsælu gönguleið. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Nýr og ónotaður Infrarauður Saunaklefi á 234.000
- hiti 30-65 C - 2manna klefi - Interior Wood: Hemlock - Exterior Wood: Hemlo...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
BÍLKERRUR _ BÍLKERRUR _ BÍLKERRUR
Sterku þýsku ANSSEMS & HULCO kerrurnar, sjá möppu 83 á Facebook > Mex byggingavö...
 
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...