Vilja 40 metra mastur á tindinn

Grafan á tindi Úlfarsfells.
Grafan á tindi Úlfarsfells. Morgunblaðið/Styrmir Kári

Í hæsta tind Úlfarsfells var í síðustu viku grafinn um 30 metra langur skurður af tindinum. Í skurðinn á að leggja ljósleiðara og rafmagnstaug, frá byggð og upp á tind, því á tindinum ætlar Vodafone að reisa tvö 10 metra fjarskiptamöstur fyrir útvarpssendingar í tilraunaskyni og lítið skýli undir tækjabúnað. Reynist staðsetningin vel er ráðgert að reisa þarna 40 metra hátt mastur.

Framkvæmt var á grundvelli framkvæmdaleyfis frá Reykjavíkurborg en framkvæmdir, sem hófust í síðustu viku, voru stöðvaðar af borginni eftir að íbúi í nágrenninu gerði athugasemdir.

Neðri hlíðar Úlfarfells eru hluti af útivistar- og skógræktarsvæðinu Græna treflinum en efri hlíðar eru skilgreindar sem opið svæði. Í bréfi Skipulagsstofnunar til borgarinnar 18. ágúst í fyrra kemur fram að stofnunin telji að vinna þurfi deiliskipulagstillögu vegna framkvæmdanna og einnig að Reykjavíkurborg þurfi að taka afstöðu til þess hvort bygging mastranna feli í sér breytingu á aðalskipulagi.

Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar, segir að útgefið framkvæmdaleyfi vegna lagna í jörðu byggi aðallega á stefnumörkun í Aðalskipulagi Reykjavíkur og þurfi því ekki að afla meðmæla vegna þeirra framkvæmda. Það hafi þó verið gert þegar fyrir lá umsókn um víðtækari framkvæmdir þ.m.t. byggingu 30,5 metra fjarskiptamasturs. Eftir að ný umsókn barst, sem eingöngu fjallaði um lagnir í jörðu, hafi ekki verið óskað eftir meðmælum. Verið sé að fara yfir málið hjá skipulags- og byggingarsviði, í ljósi athugasemda, og á meðan hafi framkvæmdir verið stöðvaðar til bráðabirgða.

Ekki lagt í veginn

Lengi hefur legið vegur upp á tindinn og þegar gengið er þangað upp vekur athygli að þeir sem standa að framkvæmdunum - og borgin sem leyfði þær - skuli ekki láta leggja strenginn í veginn, í stað þess að grafa skurð í tindinn. Að sögn Hrannars Péturssonar, framkvæmdastjóra samskiptasviðs Vodafone eru tvær ástæður fyrir því. Annars vegar yrði dýrara að leggja strenginn í veginn heldur en að plægja hann niður í svörðinn og hins vegar hafi álitamál um eignarhald á landinu undir veginum átt sinn þátt í að sú leið var ekki talin hentug.

Sá sem gerði athugasemdina sem varð til þess að framkvæmdir voru stöðvaðar var Ingimundur Stefánsson, íbúi í Úlfarsárdal og fyrrverandi formaður íbúasamtaka hverfisins.

Ingimundur segir að vinnubrögð borgarinnar, að veita framkvæmdaleyfi án meðmæla Skipulagsstofnunar, gangi að sjálfsögðu ekki. Hinn rétti farvegur væri að leggja fram tillögu að deili- eða aðalskipulagi og þá gæti almenningur og hagsmunaaðilar komið sínum sjónarmiðum að. Ingimund grunar raunar að ástæðan fyrir því að ekki var lögð fram skipulagstillaga að þessari framkvæmd sé sú að hætt sé við að hún yrði umdeild og að margir myndu gera athugasemdir. „Mín persónulega skoðun er sú að þetta rýri útivistargildi svæðisins,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Nóró-veira útilokuð í Hvassaleiti

09:54 Unnið er að sótthreinsun í Hvassaleiti, annarri af tveimur starfsstöðvum Háaleitisskóla, eftir að meira en helmingur starfsfólks veiktist af magakveisu. Að sögn Hönnu Guðbjörgu Birgisdóttur, skólastjóra Háaleitisskóla, er búið að útiloka að um nóró-veiru sé að ræða. Meira »

Gefa húsnæði undir leikskóla

09:13 Fasteignafélögin Heimavellir og Ásbrú íbúðir færa í dag Reykjanesbæ húsnæði að gjöf undir nýjan leikskóla að Ásbrú. Fram kemur í fréttatilkynningu að húsnæðið henti vel til leikskólastarfs en þar hafi áður verið samkomuhús á gamla varnarliðssvæðinu. Meira »

Bílhræ skilin eftir hér og þar

08:18 Verktakar á vegum heilbrigðissviðs Reykjavíkurborgar munu fjarlægja ónýta bifreið sem staðið hefur á bílastæði Tækniskólans – skóla atvinnulífsins við Háteigsveg. Meira »

H&M-auglýsingin með öll tilskilin leyfi

07:57 Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að verslunin H&M sé með afnotaleyfi fyrir auglýsingu á borgarlandi Reykjavíkur. Meira »

Pysjutíminn að hefjast í Eyjum

07:37 „Pysjutíminn er rétt að byrja, ég spái því að fjörið nái hámarki um miðjan september,“ segir Margrét Lilja Magnúsdóttir, safnstjóri Sæheima í Vestmannaeyjum, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Njótið á meðan það varir

07:24 Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands mælir með því að fólk sunnan- og vestantil á landinu reyni að njóta veðursins sem í boði er þar sem á föstudag og yfir helgina breytist veðrið talsvert mikið með suðaustlægri átt og rigningu. Meira »

Fimmtánfalt fleiri gestir

05:30 Mikil fjölgun hefur orðið á ferðamönnum sem sækja í náttúrulaugarnar í Reykjadal upp af Hveragerði. Nú koma árlega um 120 þúsund gestir í dalinn en voru átta þúsund árið 2010. Fjölgunin á þessu tímabili er fimmtánföld. Meira »

„Var ekki ölvaður þá“

06:11 Ofurölvi maður var handtekinn við Skjólbraut í Kópavogi á tíunda tímanum í gærkvöldi en hann er einnig grunaður um að hafa valdið umferðaróhappi fyrr um daginn. Maðurinn segist ekki hafa verið orðinn ölvaður þegar það varð. Meira »

„Hefur hvergi gefist vel“

05:30 „Það hefur hvergi gefist vel,“ segir Gylfi Arnbjörnsson um þá staðreynd að opinberir starfsmenn leiða launaþróun á íslenskum vinnumarkaði. Meira »

Geirfinnsmálið til Hæstaréttar

05:30 Guðmundar- og Geirfinnsmálið er formlega komið til meðferðar hjá Hæstarétti enn á ný.   Meira »

Boðuð lækkun á afurðaverði váboði

05:30 Boðuð lækkun á afurðaverði fyrir dilkakjöt í haust um allt að 35%, til viðbótar við tíundarlækkun í fyrra, er váboði fyrir bændur víða um landið. Váin er mikil á Ströndum þar sem sauðfjárbúskapur er undirstaða og að fáu öðru er að hverfa. Meira »

Andlát: Oddur Ólafsson

05:30 Oddur Ólafsson blaðamaður lést 19. ágúst síðastliðinn, 84 ára að aldri. Oddur fæddist 28. júlí 1933.   Meira »

Reikna vísitölur fiskistofna

05:30 Fiskifræðingar frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Noregi funda nú í Reykjavík um ástand uppsjávarstofna í Norðaustur-Atlantshafi. Fundurinn er haldinn í kjölfar árlegs rannsóknarleiðangurs sem farinn var fyrr í sumar. Meira »

Norðurheimskautssvæðið mun gefa eftir

Í gær, 21:25 Haldi hlýnun jarðar áfram þykir sýnt að mörg vistkerfi Norðurheimskautssvæðisins muni um miðja öldina gefa eftir. Svæðið hlýnar nú tvöfalt hraðar en önnur svæði jarðar að jafnaði. Þetta kemur fram í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu en hún fjallar um umhverfismál á norðurslóðum. Meira »

Mótorhjólaslys og reiðhjólaslys með stuttu millibili

Í gær, 20:30 Slökkviliðið var kallað tvisvar út um klukkan sjö í kvöld, annars vegar vegna mótorhjólaslyss í Boröldu og hins vegar vegna reiðhjólaslyss í Lækjarbotnum ekki langt frá. Meira »

Sonurinn í járnkallinn 2024

Í gær, 21:36 Guðjón Karl Traustason er einn 35 Íslendinga sem tóku þátt í járnkallinum í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. 21 þeirra Íslendinga sem skráðu sig kláraði keppni og telst það mikið afrek út af fyrir sig. Meira »

„100% flott hjónaband“

Í gær, 20:33 „Það er eitthvað tregðulögmál í gangi og menn vilja ekki fara út úr þessum gamla heimi. Whole Foods sendi kjötskurðarmenn til Íslands til að kenna íslenskum kjötiðnaðarmönnum að skera kjötið eins og þeir vilja selja það. Síðan líða 15 ár og enginn tekur þetta upp.“ Meira »

Þaulvanur hrútaþuklari

Í gær, 20:18 Íslandsmeistaramótið í hrútadómum fór fram í 15. skipti á Sauðfjársetrinu á Ströndum á sunnudaginn. 45 keppendur tóku þátt í mótinu í flokkum vanra og óvanra hrútaþuklara. Sauðfjárbóndinn Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum á Ströndum bar sigur úr býtum í flokki vanra þuklara. Meira »
Framlenging á brunn og lok og hringur
Framlegnging á 60 cm skolpbrunn, einnig brunnlok, þolir mikinn þunga og rammi eð...
Rúmgóð risíbúð
Rúmgóð risíbúð í rólegu fjórbýlishúsi með góðum garði í Suðurhlíðum Kópavogs til...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Yamaha Virago
Til sölu Yamaha virago 700 árg. '85 í ágætu standi. Verð kr. 390 þús. Uppl. s. ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...