1.000 hjólreiðamenn fengu sér kaffi

Fríður hópur hjólreiðamanna í kaffitjaldi á Geirsnefi í morgun.
Fríður hópur hjólreiðamanna í kaffitjaldi á Geirsnefi í morgun.

Nú stendur yfir heilsu-og hvatningarverkefni ÍSÍ, Hjólað í vinnuna. Í tilefni af því var boðið upp á kaffitjöld frá 6:45 – 9:00 í morgun á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Þátttakendum var boðið að hjóla við og þiggja ljúffengt kaffi frá Kaffitár og Egils Kristal frá Ölgerðinni. Reiðhjólaverslunin Örninn bauð upp á minniháttar lagfæringar á hjólum og aðilar frá Landssamtökum hjólreiðamanna, Íslenska Fjallahjólaklúbbnum, Hjólafærni og Hjólreiðafélaginu Bjarti voru á staðnum, aðstoðuðu við viðgerðir og kynntu sína starfssemi.

 Um 1000 manns hjóluðu við og gæddu sér á kaffi og Kristal á meðan að hjólin voru yfirfarin. Þrátt fyrir kuldann lék veðrið við gesti, bjartviðri, logn og sól.

 Hjólað í vinnuna stendur til 29. maí næst komandi og geta vinnustaðir, lið og liðsmenn en bæst í hópinn, en skráning fer fram á www.hjoladivinnuna.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert