Tólf stigin duga ekki Íslandi til sigurs

Cecilia Malmström framkvæmdastjóri innri málefna í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins á fundinum í gær. stækka

Cecilia Malmström framkvæmdastjóri innri málefna í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins á fundinum í gær.

Í aðdraganda Alþjóðlegs dags gegn hómófóbíu og transfóbíu á morgun gáfu ILGA-Europe í gær út sitt fyrsta „Ársyfirlit yfir stöðu mannréttinda hinsegin fólks í Evrópu“. Ritinu fylgdi ný útgáfa af svokölluðu „Regnbogakorti“ sem sýnir stöðu mála myndrænt eftir ríkjum. Viðstödd útgáfu Ársyfirlitsins og Regnbogakortsins voru Cecilia Malmström framkvæmdastjóri innri málefna í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, embættismenn frá Sameinuðu þjóðunum, fulltrúar ýmissa borgarasamtaka og hinsegin aðgerðasinnar frá Austur Evrópu. ILGA-Europe eru regnhlífarsamtök 359 mannréttindafélaga lesbía, homma, tvíkynhneigðra, transgender- og intersexfólks í 44 löndum Evrópu og hafa Samtökin '78 á Íslandi átt aðild að þeim um árabil. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökunum '78.

Ekkert ríki með fullt hús stiga

Í Ársyfirlitinu og Regnbogakortinu er dregin upp heildarmynd af núverandi stöðu mannréttinda hinsegin fólks í Evrópu. Á Regnbogakortinu er litið á stöðu mála út frá lagalegu sjónarhorni en þar kemur glögglega í ljós að ekkert Evrópuríki getur með réttu haldið því fram að hinsegin fólk hafi að fullu náð sömu réttindum og aðrir borgarar. Ríki geta að hámarki náð 30 stigum, en eftirfarandi eru þau ríki sem röðuðu sér í fimm efstu sætin: Bretland (21 stig), Þýskaland og Spánn (20 stig hvort), Svíþjóð (18 stig), Belgía (17 stig).

Af ríkjunum 49 fá 11 þeirra neikvæð stig og ná ekki að uppfylla grundvallarkröfur um mannréttindi. Í tveimur neðstu sætunum sitja Moldóva og Rússland með -4,5 stig hvort. Þá koma Armenía, Azerbadjan (þar sem Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram eftir nokkra daga), Makedónía og Úkraína með -4 stig hvert. Mónakó, San Marínó og Tyrkland hljóta -3 stig hvert en ástandið er örlítið betra í Hvíta Rússland og Liechtenstein og skorar hvort ríki -1 stig.

 „Þegar á heildina er litið stendur þó upp úr sú staðreynd að að meðaltali er lagalegt jafnrétti hinsegin fólks í flestum löndunum áfram á mjög lágu stigi,“ segir í tilkynningu Samtakanna.

 Ísland er ásamt Austurríki í 10.-11. sæti á Regnbogakortinu með 12 stig og stendur Ísland í stað milli ára. Í tilviki Íslands er það sérstaklega slæm réttarstaða transfólks sem dregur landið niður en með frumvarpi velferðarráðherra sem nú liggur fyrir Alþingi stendur til að bæta þar úr. Eins má ætla að landið færist ofar á listann þegar og ef ný stjórnarskrá verður samþykkt. Frumvarp Stjórnlagaráðs gerir nefnilega ráð fyrir stjórnarskrárbundnu jafnrétti samkynhneigðra. Á sínum tíma náðist ekki samstaða í ráðinu um að láta slíka vernd einnig ná til transfólks og verður því ekki minnst á kynvitund í jafnræðisgrein nýrrar stjórnarskrár nema frumvarpið breytist og verði samþykkt þannig, segir í tilkynningunni.

Árangur náðist í viðurkenningu á kynhneigð

Ársyfirlitið styður upplýsingarnar sem finna má á Regnbogakortinu og veitir innsýn í þá pólitísku og félagslegu þróun sem hefur orðið til þess að ýta undir lagalega og félagslega viðurkenningu á réttindum hinsegin fólks um alla álfuna. Þegar litið er á bjartari hliðar þess má sjá að á árinu 2011 náðist mikill árangur hvað varðar viðurkenningu á kynhneigð og kynvitund, bæði á evrópskum og alþjóðlegum vettvangi.

„Þetta á sérstaklega við þegar kemur að hælisleitendum og vernd gegn ofbeldi. Ýmis lönd unnu áfram að útvíkkun lagalegrar viðurkenningar og jöfnum réttindum hinsegin fjölskyldna. Þá hefur fjöldi lagafrumvarpa verið lagður fram sem miðar að innleiðingu mannúðlegra reglna er varðar breytingu á formlegri skráningu á nafni og kyni transfólks. En yfirlitið á líka sína skuggahliðar. Í nokkrum landanna hefur ekkert þokast í betri átt og sum ríki hafa meira að segja gengið í þveröfuga átt og hafið innleiðingu löggjafar sem gerir „áróður fyrir samkynhneigð“ að glæpsamlegu athæfi,“ segir í tilkynningu samtakanna.

Evelyne Paradis, framkvæmdastjóri ILGA-Europe sagði við útgáfuna að það væri ILGA-Europe sönn ánægja að kynna til sögunnar þetta nýja verkfæri sem veitti heildaryfirlit yfir stöðu hinsegin fólks í öllum 49 löndum Evrópu. „Regnbogakortið okkar og [mannréttinda]vísitala hafa þegar sannað notagildi sitt og eru vinsæl verkfæri til að leggja mat á lagalega stöðu. Með Ársyfirlitinu göngum við skrefinu lengra og köfum dýpra í það félagslega og pólitíska samhengi sem á þátt í að móta raunverulega upplifun og aðstæður hinsegin fólks.“

Evelyne sagði enn fremur að formlegt jafnrétti væri einungis skref í átt að fullri samfélagsþátttöku. „Og jafnvel á því sviði sjáum við mikinn mun á milli ríkja og gloppur víða um Evrópu. Ekkert landanna getur með réttu sagst hafa náð fullu lagalegu jafnrétti, hvað þá félagslegu jafnrétti. Af þessum sökum vonum við að Ársyfirlitið skapi góðan grunn til að byggja á. Að með því skapist tækifæri til að deila því verklagi sem þykir til fyrirmyndar og um leið fóstra samræðu milli ríkjanna og hinsegin samfélagsins.“

 Frétt ILGA-Europe um málið

Hlekkur í Ársyfirlitið

Hlekkur í Regnbogakortið og mannréttindavísitöluna

Hlekkur á myndir af viðburðinum í gær

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Innlent »

Sinubruni á Geldinganesi

22:52 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk fyrir skömmu tilkynningu um sinueld á Geldinganesi. Ekki er að svo stöddu vitað hvert umfang eldsins er, en allar líkur eru á að um íkveikju sé að ræða. Meira »

Þrír á sjúkrahús eftir harðan árekstur

22:43 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur á Hringbraut í Keflavík. Meiðsl þeirra voru hins vegar minniháttar. Slysið varð þegar ökumaður ók bíl sínum yfir á öfugan vegarhelming, með fyrrgreindum afleiðingum. Meira »

Þrjú útköll vegna vélarvana báta

22:34 Í kvöld hafa björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar verið kallaðar út í þremur landshlutum vegna vélarlausra báta. Meira »

Útilokar ekki lög á verkfall

22:10 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segist ekki útiloka lagasetningu á verkfall hjúkrunarfræðinga. Það væri hins vegar neyðarúrræði. Þetta kom fram í tíufréttum RÚV. Meira »

Landslið í bandý stofnað

21:51 Ólafur Björgvin Sveinsson er einn af forkólfum þess að stofna íslenskt landslið í bandý. Hann sagði bandý vera svipað og það sem margir spreyta sig á í leikfimi í grunnskóla, hlaupið sé með kylfur og lítinn plastknött, eins og íshokkí innanhús. „Já, þetta er svipað.“ Meira »

Minni kostnaður að kaupa skanna

21:14 „Það er mjög mikið til af efni. Við vinnum að því sjálf að færa það yfir á stafrænt form. Það er mjög kostnaðarsamt og er ekki endilega ofarlega á forgangslistanum hjá okkur,“ segir Pálmi Guðmundsson, forstöðumaður ljósvakamiðla Skjásins, en nýlega sameinuðust Skjár einn og Síminn. Meira »

„Ég get aldrei hætt“

20:55 Settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmáli tók ekki afdráttarlausa afstöðu til endurupptökubeiðni Erlu Bolladóttur í umsögn sinni til endurupptökunefndar. Hjá Erlu og lögmanni hennar tekur við að semja andsvör en Erla segist aldrei munu geta hætt leitinni að réttlæti. Meira »

Í þungamiðju hörmungaratburða

21:14 „Feður þessara barna tóku þátt í að marka líf mitt og ég vil bara endurgjalda greiðann,“ segir Ingólfur Ragnar Axelsson, Everestfari, sem stendur fyrir bingói í Stúdentakjallaranum á morgun til styrktar námssjóði fyrir börn þriggja Nepala sem létust í jarðskjálfta þann 25. apríl síðastliðinn. Meira »

Góð mæting og einkunnir haldast í hendur

20:13 „Ég er þess fullviss að góð mæting og góðar einkunnir haldist í hendur,“ segir Guðrún Lilja Sigurbjörnsdóttir Cooper sem var dúx Fjölbrautaskólans við Ármúla. Guðrún hlaut einnig verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í efnafræði og frönsku en þau fög eru í uppáhaldi hjá henni. Meira »

Leið eins og þriðja flokks borgara

20:10 Í inngangsorðum skýrslu ÁTVR segir forstjóri stofnunarinnar að sér hafi stundum liðið eins og þriðja flokks borgara og bagga á samfélaginu. Hann segir frumvarp um afnám einkasöluleyfis ÁTVR á áfengi hafa farið illa í starfsfólk stofnunarinnar. Meira »

Var þetta skothvellur?

20:09 Rannsókn lögreglu á mögulegum skothvell í Hlíðarhjalla í Kópavogi í gær beinist nú að því að fá botn í hvað nákvæmlega olli hvellinum. Mögulegt er að ekki hafi verið um skothvell að ræða. Þetta staðfestir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn. Meira »

Ríkið á í sýndarviðræðum við BHM

19:34 „Það gerðist í raun ekki neitt á þessum fundi. Við upplifum stöðuna sem svo að við eigum nú í einhvers konar sýndarviðræðum við ríkið,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar Bandalags háskólamanna (BHM), en fundi þeirra við samninganefnd ríkisins lauk í kvöld. Meira »

Spáir góðu hlaupaveðri

19:19 Hið árlega heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins fer fram á morgun, fimmtudag. Sigurlaug Gissurardóttir, einn skipuleggjanda hlaupsins er bjartsýn á góða þáttöku í ár enda spáð góðu hlaupaveðri. Meira »

„Fólkið bíður bara heima í óvissu“

18:55 Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir að mesti þunginn vegna verkfalls hjúkrunafræðinga liggi í lengri biðlistum. Hún segir að það verði ærið verkefni að greiða úr þeim er verkfalli lýkur. Starfsfólk sjúkrahússins þakkar fyrir hvern dag sem það gengur þokkalega eftir að verkfallið hófst. Meira »

Lög á verkfall leysa engan vanda

18:15 Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir enn langt í land í samningaviðræðum ríkisins og hjúkrunarfræðinga. Ríkið hafi boðið einu prósenti hærri hækkun launa í dag en boðið var á föstudaginn. Það hefði þýtt 2.000 krónum hærri byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga. Meira »

Tilkynnt um Grímu-tilnefningar

19:17 Tilkynnt var um tilnefningar til Grímunnar, íslensku sviðslistarverðlaunanna, í Borgarleikhúsinu í dag. Þorsteinn Bachmann hlaut tvær tilnefningar í flokknum Besti leikari í aðalhlutverki, en hann var einnig tilnefndur fyrir leik í aukahlutverki. Meira »

Bankinn hefur ekki séð kúgunarbréfið

18:43 MP banki sendi frá sér tilkynningu vegna ásakana um að forsætisráðherra hafi beitt sér fyrir lánveitingu bankans til Pressunnar. Þar segir að starfsmenn bankans hafi ekki séð bréfin sem um ræði og geti því ekki tjáð sig efnislega um málið. Meira »

Segir Sigmund hafa beitt sér fyrir lánveitingu

17:55 Hótun sem send var í bréfinu sem sent var á heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra fólst í því að meint aðkoma hans að lánafyrirgreiðslu til Pressunnar eða félögum tengd fyrirtækinu yrði opinberuð. Þetta segir í frétt á visir.is. Meira »
Toyota Avensis station 2010
Toyota Avensis 1,8 station, 12/2010, ek.65þús ssjk, álfelgur, filmur. Flottur og...
DEK Rafstöðvar - Varaaflstöðar á lager
Eigum á hagstæðu verði varaflsstöðvar 30 KW 3 fasa 1500 snúninga diesel vatnskæl...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
DÖMUSKÓR
Teg: 1695 Léttir og þægilegir dömuskór úr le...
 
Útboð
Tilboð - útboð
????? ????????????? ????? ???? ??????...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naud...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naud...
Birtingahúsið
Til leigu
Austurhlið Hörpu Einstakt rými til ú...