Þjálfari staðinn að því að fjarstýra knapa í keppni

Myndin tengist fréttinni ekki.
Myndin tengist fréttinni ekki. mbl.is

Þjálfari í hestaíþróttum var staðinn að því um síðustu helgi að leiðbeina ungum knapa í gegnum farsíma. Knapinn var að keppa á WR-móti (heimsstigamóti).

Þetta athæfi brýtur í bága við lög og reglur Landssambands hestamannafélaga. Þar segir m.a.: „Knapinn má ekki fá neins konar utanaðkomandi hjálp á meðan á keppni stendur.“

Pjetur N. Pjetursson, formaður Hestaíþróttadómarafélags Íslands, sagði að knapinn hafi verið með farsíma og lítið „Bluetooth“-heyrnartól. Þjálfarinn sat uppi í brekku með annan farsíma og leiðbeindi knapanum. Pjetur sagði að slíkar leiðbeiningar geti skipt öllu máli fyrir árangur í keppni. Þjálfarinn hafi ráðlagt um hraða, gangskiptingar o.fl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert