Undirbúa niðurskurð

Nú stefnir í að útgjöld ríkisins fari verulega fram úr …
Nú stefnir í að útgjöld ríkisins fari verulega fram úr þeim fjárheimildum sem Alþingi samþykkti á fjárlögum yfirstandandi árs. mbl.is/Golli

„Það er ekki búið að ganga frá því. Þegar unnið var að langtímaáætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum voru menn að vinna með tölu sem var vel undir 2% í heildina. Það er óbreytt. Það er hins vegar ekki búið að skipta aðhaldskröfu endanlega á milli stofnana eða málaflokka. Það er ekki búið að ganga frá neinu.“

Þetta segir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra í Morgunblaðinu í dag, spurður við hvaða prósentutölu sé miðað við í fyrirhuguðum niðurskurði á fjárlögum næsta árs.

Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á sæti í fjárlaganefnd Alþingis og segir nefndina ekki hafa fengið fjárlagatillögur fyrir næsta ár en að spurst hafi út að stofnanir hafi fengið fyrirmæli um 1,75% flatan niðurskurð á næsta fjárlagaári.

Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir spítalann þurfa að bregðast við 150 milljóna kr. viðbótarútgjöldum það sem af er árinu. Ef skera eigi meira niður verði að leggja einhverja starfsemi niður, enda sé ekki hægt að hagræða neitt meira í rekstri spítalans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert