Hættustig á Keflavíkurflugvelli

Leifsstöð
Leifsstöð Mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Hættustigi hefur verið lýst yfir á Keflavíkurflugvelli vegna farþegaflugvélar sem koma þarf inn til óvæntrar lendingar. Vélin tók á loft frá Keflavík fyrr í kvöld en þegar bilun kom upp var henni snúið til baka til lendingar.

Um 200 manns eru um borð í flugvélinni. Samkvæmt heimildum mbl.is er talið að hluti af afturhjólabúnaði vélarinnar hafi laskast í flugtakinu.

Áætlað er að vélin lendi við Leifsstöð kl. 19:40 og hefur stjórnstöð Almannavarna verið virkjuð vegna þessa og allt tiltækt lið verið kallað út, bæði lögregla og slökkvilið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert