Sjötti ungi hælisleitandinn

Gistiheimilið Fit í Reykjanesbæ þar sem hælisleitendur dvelja að jafnaði.
Gistiheimilið Fit í Reykjanesbæ þar sem hælisleitendur dvelja að jafnaði. mbl.is/Rax

Piltur frá Norður-Afríku sem segist vera sautján ára hefur óskað eftir hæli hér á landi. Hann er sjötti hælisleitandinn sem kemur hingað til lands á skömmum tíma og segist vera undir lögaldri. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Sjötti hælisleitandinn er tengdur hluta þeirra hælisleitenda sem hér eru fyrir en þeir eru allir í umsjá félagsmálayfirvalda í Reykjanesbæ. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og félagssviðs Reykjanesbæjar segir að grípa þurfi til úrræða ef sviðið eigi að sinna þessum hópi áfram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert