Óvissa um fjármögnun

mbl.is

„Það er gert ráð fyrir að eignasala bankanna renni til þessara mála. Það er hins vegar eftir að selja bankana... Maður skyldi ætla að fjármunirnir yrðu nýttir til að lækka skuldirnar sem ríkið stofnaði til í því skyni að eignast bankana. Fjármögnunin er því óviss.“

Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um þau áform stjórnvalda að fjármagna nýja fjárfestingaáætlun að hluta með sölu á eignarhluta ríkisins í bönkum.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag telur Lýður Þór Þorgeirsson, sjóðsstjóri hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA, ekki heppilegt að selja þessa hluti á næstunni, en ríkið fjármagnaði þá með skuldabréfi.

„Ég tel að það sé ekki nokkur spurning að þessir eignarhlutir eru orðnir mun meira virði en það framlag sem ríkið lagði til bankanna í upphafi. Það má hins vegar velta því fyrir sér hversu seljanlegir eignarhlutir ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka eru í ljósi þess að þetta eru minnihlutaeignir á móti gömlu bönkunum. Ráðlegra væri fyrir fjármálaráðuneytið að selja eignarhlutina seinna eða í einhvers konar samfloti með slitastjórnunum þegar þar að kemur standi vilji til að fá sem hæst verð fyrir þá,“ segir Lýður Þór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert