Gæti kostað 23-27 milljarða á ári

Kostnaður ríkissjóðs við nýtt húsnæðisbótakerfi gæti orðið 23-27 milljarðar. Bætur fjögurra manna fjölskyldu sem fær óskertar húsnæðisbætur samkvæmt kerfinu yrðu 37.400 krónur á mánuði eða 528 þúsund á ári.

Vinnuhópur á vegum velferðarráðherra skilaði í dag skýrslu um húsnæðisbætur. Hópurinn leggur til að tekið verði upp eitt húsnæðisbótakerfi fyrir alla landsmenn, óháð búsetuformi. Í dag er hið opinbera að niðurgreiða húsnæðiskostnað heimilanna með ýmsum hætti. Um 14 milljörðum er varið í vaxtabætur fyrir þá sem eiga húsnæði. Um 6,5 milljarðar fara í sérstakar vaxtabætur, en þær voru hugsaðar sem tímabundin aðgerð vegna áranna 2011 og 2012. Um 4,3 milljarðar fara í almennar húsaleigubætur og um einn milljarður í sérstakar húsaleigubætur. Það eru sveitarfélögin og ríkissjóður sem greiðir húsaleigubætur, en ríkissjóður greiðir vaxtabætur.

Lúðvík Geirsson, formaður vinnuhópsins, segir að mikill munur sé á stuðningi hins opinbera eftir því hvort fólk á húsnæðið sem það býr í eða leigir það. Hann nefndi sem dæmi að reiknað hafi verið út að fjölskylda með meðaltekjur og með um 150 þúsund króna húsnæðiskostnað á mánuði hefði á árunum 2000-2010 fengið samtals um 7,5 milljónir í vaxtabætur frá ríkinu. Ef þessi sama fjölskylda hefði búið í leiguhúsnæði hefði hún ekki fengið neitt.

Lúðvík tók fram að þessar tillögur væru ekki til komnar vegna hrunsins og erfiðleika heimilanna við að ráða við húsnæðiskostnað heldur væri þær hugsaðar til framtíðar og vegna þess að núverandi kerfi hefði marga ókosti.

Lúðvík sagði að vinnuhópurinn hefði lagt áherslu á að búa til einfalt kerfi. Kerfið gerði ráð fyrir að stuðningurinn miðaði við fjölskyldustærð. Ekki ætti að skipta máli aldur þeirra sem búa á heimili, en í núverandi húsaleigubótakerfi miðar við aldur barna.

Grunnupphæð yrði 22 þúsund kr. á mánuði

Við útreikning á upphæð húsnæðisbóta hefur verið stuðst við upplýsingar frá Hagstofunni um lágmarksframfærslu. Miðað er við að grunnupphæð húsnæðisbóta fyrir einstakling sé 22 þúsund á mánuði eða 264 þúsund á ári. Ef tveir eru á heimili fer upphæðin upp í 30.800 kr. Ef þrír eru á heimili er miðað við 37.400. Ef fjórir eru á heimili er miðað við 44.000 kr. Ef fimm eru á heimili er miðað við 46.200 kr og ef sex eða fleiri eru á heimili er upphæðin 48.400 kr.

Þeir sem hafa tekjur undir 203 þúsund krónum á mánuði fá fullar húsnæðisbætur, en bætur skerðast ef tekjur fara yfir þá upphæð. Vinnuhópurinn leggur til að skerðingarprósentan verði á bilinu 5-7%. Gert er ráð fyrir að við skerðingu sé miðað við heildartekjur fólks, en þó á eftir að skoða betur samspil barnabóta og húsnæðisbóta.

Þessi breyting þýðir að fólk sem er með meðaltekjur og er á leigumarkaði fær húsnæðisbætur sem það vær ekki í dag. Jafnframt er ljóst að bætur þeirra sem fá mest út úr vaxtabótakerfinu í dag munu minnka í þessu nýja kerfi.

Heildarkostnaðurinn við þetta kerfi er áætlaður 23,1-27,5 milljarðar eftir því við hvaða tekjuskerðingarprósentu er miðað. Útreikningurinn byggist á tölum frá árinu 2010.

Gæti hækkað leiguverð

Lúðvík leggur áherslu á að ekki sé hægt að koma þessu nýja kerfi á í einni svipan. Hann telur líklegt að það geti tekið 3-4 ár. Eitt af því sem hafa þurfi í huga er að hætta sé á að svona kerfi geti stuðlað að almennri hækkun á húsaleigu og það þurfi að hafa það í huga við innleiðingu kerfisins.

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir einnig mikilvægt að fjölga leiguíbúðum og tryggja betur stöðu leigjenda m.a. þannig að húsnæði sem byggt er sem leiguhúsnæði verði ekki selt með tilheyrandi óöryggi fyrir leigjendur. Hann vill að hér starfi stór leigufélög sem bjóði til leigu húsnæði af ýmsum stærðum.

Lúðvík segist vonast eftir að þetta mál komi til skoðunar Alþingis í haust. Jafnframt þurfi að ræða við sveitarfélögin, en nefndin leggur til að ríkissjóður sjái alfarið um að fjármagna og greiða húsnæðisbætur. Þó greiði sveitarfélögin áfram sérstakar húsnæðisbætur til þess hóps sem lægstar tekjur hafa.

25% fjölskylda eru á leigumarkaði

Tillögur hópsins gera ekki ráð fyrir að eignir skerði greiðslu húsnæðisbóta. Lúðvík segir að skiptar skoðanir hafi verið um þetta innan hópsins og þetta sé eitt af því sem velferðarráðuneytið þurfi að skoða betur.

Um 25% af fjölskyldum búa í dag í leiguhúsnæði, en fyrir fáum árum var þetta hlutfall 20%. Flest bendir til að þetta hlutfall eigi enn eftir að hækka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Upphaf poppbyltingarinnar 1967

22:22 Ný eiturlyf, tíska, pólitískar hræringar og samfélagsleg vakning á meðal ungs fólks koma við sögu þegar skoðað er hvaða þættir höfðu áhrif á að árið 1967 er eins merkilegt og raun ber vitni í tónlistarsögunni. Arnar Eggert Thoroddsen ætlar að skoða þetta magnaða ár á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ í næsta mánuði. Meira »

Hvaða loforð fá aldraðir og öryrkjar?

22:07 Allir flokkarnir sem bjóða sig fram fyrir alþingiskosningarnar um næstu helgi leggja áherslu á bætt kjör eldri borgara og öryrkja. Notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA, er flestum flokkum hugfólgin, rétt eins og hækkun eða afnám frítekjumarksins, hækkun ellilauna og sveigjanleg starfslok. Meira »

Rándýr aukanótt í Berlín

21:50 Telma Eir Aðalsteinsdóttir og vinkonur hennar komust ekki heim til Íslands í kvöld, eins og áætlað hafði verið, vegna vandræða þýska flugfélagsins Air Berlín. Ein vél félagsins hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan á fimmtudagskvöld vegna not­enda­gjalda sem eru í van­skil­um. Meira »

Rákust saman við framúrakstur

21:46 Betur fór en á horfðist þegar umferðaróhapp varð á Öxnadalsheiði um klukkan hálf níu í kvöld. Óhappið hafði þær afleiðingar að bifreið hafnaði utan vegar. Engum varð meint af. Meira »

Búið að uppfæra þingmenn á netinu

21:20 Ný uppfærsla heimasíðunnar thingmenn.is er komin í loftið. Þar má nálgast ýmsar upplýsingar um vinnu þingmanna, svo sem viðveru í þingsal, fjölda ræða, frumvarpa og fyrirspurna og einnig hvaða málaflokkar eru þeim hugleiknastir í ræðustólnum. Meira »

Tónleikaflóð fram undan

19:50 Lauslega talið á miðasölusíðunum midi.is og tix.is er þegar búið að auglýsa yfir þrjátíu jólatónleika, sem verða á dagskrá frá lokum nóvember og fram að jólum og fjöldi bætist væntanlega við á næstunni. Meira »

„Ég er ósammála biskupi“

19:28 Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, er ekki sammála ummælum Agnesar M. Sig­urðardótt­ur, bisk­ups Íslands. Agnes sagði í Morgunblaðinu í dag að siðferðislega væri ekki rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að af­hjúpa mál og leiða sann­leik­ann í ljós. Meira »

Horfurnar bestar á Íslandi

19:47 Hvergi eru horfur í ferðamannaiðnaði betri en á Íslandi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Global Data, þar sem rýnt er í horfur í ferðamannaiðnaði í 60 þróuðum löndum víðs vegar um heiminn. Meira »

Unnið að því að losa rútuna

18:47 Vegurinn við vest­ari af­leggj­ar­ann að Detti­fossi er enn lokaður en umferðaróhapp varð þar um miðjan daginn þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygju þar. Meira »

Bærinn tekur við rekstrinum í sumar

18:42 Vestmannaeyjabær mun taka við rekstri Herjólfs þegar ný ferja verður tekin í gagnið næsta sumar. Samningur þess efnis er á lokametrunum að sögn Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest

18:26 Átta stjórnmálaflokkar fengu framlög upp á 678 milljónir á síðasta ári. Framlögin koma frá ríki, sveitarfélögum, fyrirtækjum, einstaklingum, auk annarra rekstrartekna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest en Flokkur fólksins minnst. Meira »

Þrengt að umferð á morgun

18:17 Á morgun má búast við töfum á umferð á Hafnarfjarðarvegi. Þá þarf að þrengja að umferð á um 250 metra kafla, Akrahverfismegin í Garðabæ, vegna vinnu við hljóðmön. Það er veggur til að verja íbúabyggð fyrir umferðarhávaða. Meira »

Mörg sendiherrahjón fyrirmyndir

18:16 Pálmi Gestsson og María Thelma Smáradóttir, leikarar verksins Risaeðlurnar sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu, segja að mörg sendiherrahjón séu fyrirmyndirnar að persónum hins grátbroslega gamanleiks eftir Ragnar Bragason. Meira »

Vakan heldur blaðamannafund

17:16 Vakan, félagasamtök um aukna kosningaþátttöku ungs fólks, hefur boðað til blaðamannafundar í Smáralindinni á morgun. Efni fundarins eru tilmæli yfirkjörstjórnar Reykjavíkur norður til Vökunnar, um að það gæti brotið í bága við kosningalög að hvetja fólk til að taka af sér sjálfur á kjörstað. Meira »

Fylgi Samfylkingarinnar dalar

16:47 Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests fylgis kjósenda samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Flokkurinn mælist með 22,9% fylgi. Fast á hæla hans fylgir VG með 19,9% fylgi. Munurinn er innan vikmarka en báðir flokkar mælast með meira fylgi en í síðustu könnun MMR. Meira »

Rætist úr spánni á kjördag

18:00 Útlit er fyrir milt veður á kjördag. Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands má búast við vestlægri eða breytilegri átt á landinu öllu á laugardag og sunnudag. Meira »

Óljóst hvort farið verði gegn RÚV

16:56 Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort Glitnir HoldCo ehf. fari fram á lögbann á fréttaflutning Ríkisútvarpsins af viðskiptum Glitnis. Ingólfur Hauksson segir í samtali við mbl.is að hann geti ekki staðfest eitt eða neitt og að hann vilji ekki tjá sig um fréttaflutning RÚV. Meira »

Áfram í haldi vegna peningaþvættis

16:18 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti í febrúar í fyrra. Hæstiréttur staðfesti með dómi sínum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 19. október. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Rýmingarsala
Rýmingarsala á bókum um helgina 50% afsláttur allt á að seljast Hjá Þorvaldi í K...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...