Hrapaði þegar bandið slitnaði

Um 30 til 40 metrar eru niður að sjó frá …
Um 30 til 40 metrar eru niður að sjó frá syllunni þar sem maðurinn lenti. mbl.is/Jón Arnar Sigurþórsson

„Það er vel hægt að síga í einföldu bandi en hann ákvað að vera öruggur og síga í tvöföldu bandi. Hann var kominn svolítið áleiðis niður 12-15 metra stál í stapanum þegar bandið slitnaði og féll í frjálsu falli, á að giska sex til átta metra og lenti milli tveggja steina á syllu.“

Þetta segir Viðar Konráðsson, tannlæknir á Ísafirði, um tildrög slyss í Stapa við Aðalvík á fjórða tímanum síðdegis í gær.

„Trúlega hefur bandið verið sólbakað, skemmt af sól. Hann var með svonefnda eggjahvippu með 150 eggjum í um sig miðjan eins og bjarghring. Það getur hafa tekið eitthvað af högginu,“ segir Viðar um félaga sinn sem er á sextugsaldri og þaulvanur bjargmaður. Hinn slasaði var fluttur mjaðmagrindarbrotinn til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Maðurinn var með kunningja sínum, þaulvönum bjargmanni á sjötugsaldri, þegar slysið varð og horfðu Viðar og fjórði maðurinn í hópnum á félagann hrapa niður þar sem þeir biðu í báti fyrir neðan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert