Gunnar Birgisson greiði sekt

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Gunnar Birgisson og Sigrúnu Ágústu Bragadóttur til að greiða hvor um sig 150 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa sem stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Kópavogs gefið Fjármálaeftirlitinu rangar upplýsingar.

Í málinu voru auk Gunnars og Sigrúnar ákærð Ómar Stefánsson, Flosi Eiríksson, Jón Júlíusson og Sigrún Guðmundsdóttir. Þau eru hins vegar sýknuð af öllum sakargiftum.

Ákært var fyrir að ávaxta fé Lífeyrissjóðs Kópavogs með ólögmætum hætti með því að lána í formi peningamarkaðslána og með því að blekkja FME með bréfi sem stjórn sjóðsins sendi stofnuninni þar sem því var lýst yfir að fjárfestingar sjóðsins samrýmdust 36. gr. laga nr. 129/1997 þrátt fyrir að sjóðurinn hefði veitt Kópavogsbæ peningamarkaðslán.

Hvað varðar fyrri liðinn taldi dómurinn að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sýna fram á svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa að stjórn lífeyrissjóðsins hafi verið óheimilt að ávaxta fé lífeyrissjóðsins með lánveitingum til Kópavogsbæjar í formi peningamarkaðslána. Voru þau því sýknuð af refsikröfunni.

Aðrir vissu ekki af yfirlýsingunni

Í öðrum ákærulið var stjórnarmönnum gefið að sök brot gegn 1. mgr. 146. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með því að hafa gefið FME upplýsingar sem hafi verið rangar, þegar þau í greinargerð lífeyrissjóðsins til FME hinn 15. janúar 2009, sem undirrituð var af Gunnari og Sigrúnu Ágústu, „lýstu því yfir að ljóst væri að fjárfestingar lífeyrissjóðsins samrýmdust 36. gr. laga nr. 129/1997, þrátt fyrir að lífeyrissjóðurinn hefði 6. janúar 2009 veitt Y peningamarkaðslán að fjárhæð kr. 330.000.000 sem var í andstöðu við heimildir 1. mgr. 36. gr. laga nr. 129/1997.“

Ágreiningur var um það hvort lífeyrissjóðnum hafi í greinargerð sinni borið að gefa upp stöðu sjóðsins miðað við áramót eða 15. janúar 2009. Stjórnarmennirnir héldu því fram að miða hafi átt við áramótastöðuna og samkvæmt henni hafi greinargerðin verið rétt. Dómurinn taldi hins vegar miða bæri við stöðu sjóðsins 15. janúar 2009, en ekki áramótin.

„Það var hins vegar ekki gert og í greinargerð sjóðsins var í engu getið láns sem [Kópavogsbæ] var veitt 6. janúar 2009 að fjárhæð 330 milljónir króna. Með þessari lánveitingu voru fjárfestingar sjóðsins ekki innan heimilda 36. gr. laga nr. 129/1997, nánar tiltekið 3. og 5. mgr. 36. gr. laganna. Yfirlýsingin í greinargerð lífeyrissjóðsins til FME 15. janúar 2009, um að ljóst væri að fjárfestingar lífeyrissjóðsins samrýmdust 36. gr. laga nr. 129/1997, sem ákærðu [Gunnar] og [Sigrún Ágústa] undirrituðu, var því röng,“ segir í dómnum.

Aðrir stjórnarmenn héldu því fram að þeim hafi ekki verið kunnugt um þessa fullyrðingu fyrr en löngu síðar, eða 18. maí 2009. Tölvupóstsamskipti studdu það að þau hafi ekki vitað af þessari fullyrðingu þegar greinargerðin var send FME og voru þau því af þeirri ástæðu ekki sakfelld fyrir að veita FME rangar upplýsingar.

Málskostnaður upp á 8.097.888 krónur

Töluverðan málskostnað leiddi af málinu og var Gunnari gert að greiða 1/5 af 1.506.000 króna þóknun verjanda síns og Sigrún Ágúsa 1/5 af 1.506.000 króna þóknun verjanda síns.

Málskostnaður þeirra sem sýknuð voru af öllum kröfum nam 5.085.888 og greiðist hann úr ríkissjóði eins og 4/5 hluta málskostnaðar Gunnars og Sigrúnar Ágústu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fannst erfitt að kalla sig Framsóknarmann

16:03 Karl Liljendal Hólmgeirsson hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum en hann hefur verið varaformaður Félags ungra Framsóknarmanna á Akureyri og nágrennis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Karl hefur sent frá sér. Meira »

Brú milli íslenskra fyrirtækja og Costco

15:43 „Í Costco eru um 2% af vörunúmerum íslensk. Það hljóta að vera fleiri tækifæri að selja fleiri íslensk vörunúmer í Costco hér og líka fyrir íslensk fyrirtæki að koma vörum sínum í búðir Costco í útlöndum,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Meira »

Ný fisktegund veiðist við Ísland

15:39 Brislingur hefur veiðst í fyrsta skipti við Ísland. Gerðist það í leiðangri Hafrannsóknastofnunar sem farinn var til rannsókna á flatfiski á grunnslóð við landið í lok ágústmánaðar. Einungis veiddist einn fiskur af tegundinni og var hann 15 sentimetra langur. Meira »

Ný ferja í höndum Vestmannaeyjabæjar

15:24 Samgönguráðuneytið fer þess á leit við Vegagerðina að stofnunin geri drög að samningi þar sem gert er ráð fyrir að rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju sé í höndum Vestmannaeyjabæjar. Óskað er eftir því að fyrstu drög að samningi liggi fyrir og verði kynnt ráðuneytinu 5. október. Meira »

Ræður ekki förinni í þinginu

15:15 „Ég mótmæli því harðlega að því sé beint gegn mér að niðurstaðan hafi ráðist af hótunum, af tuddaskap, af einhvers konar tilraunum til að nota fólk í viðkvæmri stöðu, hælisleitendur eða aðra, sem skiptimynt við þinglok. Ég vísa öllum þessum ummælum til föðurhúsanna.“ Meira »

Tólf mánaða dómar fyrir fjársvik

14:47 Tveir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir til 12 mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir fjársvik. Mennirnir, annar á fimmtugsaldri en hinn á sextugsaldri, voru ákærðir fyrir að hafa látið útbúa 22 tilhæfulausa reikninga frá Vert ehf. til Ölgerðarinnar. Meira »

Borgarísjaki út af Ströndum

14:35 Borgarísjaki sést frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum. Jakinn er um 18 kílómetra norð-norðaustur af Nestanga við Litlu-Ávík og um 8 kílómetra austur af Sæluskeri. Meira »

Þrengt að smábátum í Reykjavíkurhöfn

14:40 Smábátaeigendur í Reykjavík hafa áhyggjur af framtíð smábátaútgerðar í höfuðborginni. Stöðugt er verið að þrengja að aðstöðu þeirra í höfninni og er þar ferðaþjónustan fyrirferðarmest. Þetta er meðal þess sem fram kom í ávarpi formanns Smábátafélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins á föstudaginn. Meira »

Vonbrigði að ná ekki að klára

14:25 Ekki tókst að afgreiða frumvarp um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, svo nefnda NPA-þjónustu og frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga úr velferðarnefnd fyrir þinglok. Þetta staðfestir formaður velferðarnefndar. Nefndin hafi þó tryggt málinu áframhaldandi farveg. Meira »

Rúv vanrækti almannaþjónustuhlutverk

14:21 Umboðsmanni Alþingis hafa af og til borist kvartanir og ábendingar frá einstaklingum sem búa við heyrnarskerðingu um skort á aðgengi að þjónustu Ríkisútvarpsins og þar með að það fullnægi ekki þeim kröfum sem kveðið er á um í lögum. Þetta kemur fram í bréfi umboðsmanns Alþingis til mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem sent var fyrr í þessum mánuði. Meira »

Skapa svigrúm og nýtt þing tekur afstöðu

14:14 Frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga er annað þeirra frumvarpa sem stendur til að afgreiða á Alþingi í dag áður en þingstörfum lýkur. Frumvarpið þarf að fara í gegnum þrjár umræður og hljóta afgreiðslu í nefnd áður en það verður að lögum. Meira »

Tekist á um stjórnarskrármálið

14:07 Þingfundur er hafinn á Alþingi en hann hófst klukkan 13:30. Stefnt er að því að ljúka nokkrum málum í dag, einkum er þar um að ræða breytingar á lögum um útlendinga varðandi stöðu barna í röðum hælisleitenda og afnám uppreistar æru í lögum. Meira »

Eignir Magnúsar kyrrsettar

13:28 Beiðni stjórnar United Silicon um að kyrrsetja eignir Magnúsar Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, hefur verið samþykkt hjá sýslumanni. Meira »

Þakklátur fyrir stuðninginn

11:44 „Ég er afar þakklátur fyrir stuðningsyfirlýsingar sem streyma inn,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, á Facebook-síðu sinni en ýmsir trúnaðarmenn flokksins hafa gengið úr honum og lýst yfir stuðningi við nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar. Meira »

Krefjast frestunar réttaráhrifa

11:35 „Það getur verið að málið leysist á næstu dögum ef frumvarpið fer í gegnum Alþingi,“ segir Magnús Norðdahl lögmaður fimm manna fjöl­skyldu frá Gana. Samkomulag náðist í gær um lok þingstarfa og á dagskrá þingsins verða nokkur frumvörp m.a. frumvarp um breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um. Meira »

Sækja um endurupptöku

13:17 Samkvæmt frumvarpi um breyt­ingar á út­lend­inga­lög­um sem verður lagt fyrir Alþingi í dag mun fjölskyldan frá Gana geta sótt um endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála verði frumvarpið að lögum, að sögn Magnúsar Davíðs Norðdahl lögmanns fjölskyldunnar sem á að vísa úr landi. Meira »

Búist við mikilli rigningu á Suðausturlandi

11:35 Útlit er fyrir að það verði mjög vætusamt á Suðausturlandi og Austfjörðum út vikuna með tilheyrandi vatnavöxtum.   Meira »

Réttindalaus með hnúajárn og amfetamín

11:08 Ökumaður, sem lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöld vegna gruns um fíkniefnaakstur, reyndist hafa í fórum sínum hnúajárn og poka sem innihélt meint amfetamín. Auk þess hafði hann aldrei öðlast ökuréttindi. Meira »
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
 
Þjónustufulltrúi 50%
Skrifstofustörf
BÝRÐ ÞÚ YFIR afburða...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...