Gunnar Birgisson greiði sekt

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Gunnar Birgisson og Sigrúnu Ágústu Bragadóttur til að greiða hvor um sig 150 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa sem stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Kópavogs gefið Fjármálaeftirlitinu rangar upplýsingar.

Í málinu voru auk Gunnars og Sigrúnar ákærð Ómar Stefánsson, Flosi Eiríksson, Jón Júlíusson og Sigrún Guðmundsdóttir. Þau eru hins vegar sýknuð af öllum sakargiftum.

Ákært var fyrir að ávaxta fé Lífeyrissjóðs Kópavogs með ólögmætum hætti með því að lána í formi peningamarkaðslána og með því að blekkja FME með bréfi sem stjórn sjóðsins sendi stofnuninni þar sem því var lýst yfir að fjárfestingar sjóðsins samrýmdust 36. gr. laga nr. 129/1997 þrátt fyrir að sjóðurinn hefði veitt Kópavogsbæ peningamarkaðslán.

Hvað varðar fyrri liðinn taldi dómurinn að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sýna fram á svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa að stjórn lífeyrissjóðsins hafi verið óheimilt að ávaxta fé lífeyrissjóðsins með lánveitingum til Kópavogsbæjar í formi peningamarkaðslána. Voru þau því sýknuð af refsikröfunni.

Aðrir vissu ekki af yfirlýsingunni

Í öðrum ákærulið var stjórnarmönnum gefið að sök brot gegn 1. mgr. 146. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með því að hafa gefið FME upplýsingar sem hafi verið rangar, þegar þau í greinargerð lífeyrissjóðsins til FME hinn 15. janúar 2009, sem undirrituð var af Gunnari og Sigrúnu Ágústu, „lýstu því yfir að ljóst væri að fjárfestingar lífeyrissjóðsins samrýmdust 36. gr. laga nr. 129/1997, þrátt fyrir að lífeyrissjóðurinn hefði 6. janúar 2009 veitt Y peningamarkaðslán að fjárhæð kr. 330.000.000 sem var í andstöðu við heimildir 1. mgr. 36. gr. laga nr. 129/1997.“

Ágreiningur var um það hvort lífeyrissjóðnum hafi í greinargerð sinni borið að gefa upp stöðu sjóðsins miðað við áramót eða 15. janúar 2009. Stjórnarmennirnir héldu því fram að miða hafi átt við áramótastöðuna og samkvæmt henni hafi greinargerðin verið rétt. Dómurinn taldi hins vegar miða bæri við stöðu sjóðsins 15. janúar 2009, en ekki áramótin.

„Það var hins vegar ekki gert og í greinargerð sjóðsins var í engu getið láns sem [Kópavogsbæ] var veitt 6. janúar 2009 að fjárhæð 330 milljónir króna. Með þessari lánveitingu voru fjárfestingar sjóðsins ekki innan heimilda 36. gr. laga nr. 129/1997, nánar tiltekið 3. og 5. mgr. 36. gr. laganna. Yfirlýsingin í greinargerð lífeyrissjóðsins til FME 15. janúar 2009, um að ljóst væri að fjárfestingar lífeyrissjóðsins samrýmdust 36. gr. laga nr. 129/1997, sem ákærðu [Gunnar] og [Sigrún Ágústa] undirrituðu, var því röng,“ segir í dómnum.

Aðrir stjórnarmenn héldu því fram að þeim hafi ekki verið kunnugt um þessa fullyrðingu fyrr en löngu síðar, eða 18. maí 2009. Tölvupóstsamskipti studdu það að þau hafi ekki vitað af þessari fullyrðingu þegar greinargerðin var send FME og voru þau því af þeirri ástæðu ekki sakfelld fyrir að veita FME rangar upplýsingar.

Málskostnaður upp á 8.097.888 krónur

Töluverðan málskostnað leiddi af málinu og var Gunnari gert að greiða 1/5 af 1.506.000 króna þóknun verjanda síns og Sigrún Ágúsa 1/5 af 1.506.000 króna þóknun verjanda síns.

Málskostnaður þeirra sem sýknuð voru af öllum kröfum nam 5.085.888 og greiðist hann úr ríkissjóði eins og 4/5 hluta málskostnaðar Gunnars og Sigrúnar Ágústu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Snjónum kyngir niður á Hólum

16:17 Snjóþungt er á Hólum í Hjaltadal en allt skólahald þar var fellt niður í dag vegna veðurs, eins og víðar í nágrenninu. Éljagangur og mikill vindur er nú í Skagafirði og ýmsir vegir illfærir. Meira »

„Voru þetta mistök hjá höfundum“

16:07 „Voru þetta mistök hjá höfundum þessa frumvarps eða eru þar embættismenn að verki sem bera litla virðingu fyrir iðnnámi eða líta það hornauga sem óæðra nám en háskólanám?“ spyr Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS, í yfirlýsingu til fjölmiðla. Meira »

Þingið álykti um landsdómsmálið

15:46 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á komandi þingi þess efnis að rangt hafi verið að ákæra Geir H. Haarde. Þetta upplýsir hann í pistli á heimasíðu sinni. Meira »

Sýknaður í 80 milljóna kr. fjárdráttarmáli

15:45 Hæstiréttur hefur sýknað mann sem var dæmdur í 9 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir fjárdrátt, en hann var sakaður um að hafa dregið að sér 79 milljónir króna úr einkahlutafélagi sem hann átti helmingshlut í. Meira »

Ræningjunum sleppt úr haldi

15:39 Þremenningunum, sem réðust á mann á sjötugsaldri á heimili hans í vesturhluta Kópavogs á þriðjudagskvöld, var sleppt úr haldi lögreglu í gærkvöldi eftir yfirheyrslur. Lögregla mun ekki fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum, sem höfðu fartölvu og yfirhafnir með sér úr húsi mannsins. Meira »

Flokkarnir nálgast lendingu

15:38 „Við teljum að við séum að nálgast það að við getum lent þessu máli,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, í samtali við mbl.is. Formenn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sitja nú á fundi í ráðherrabústaðnum þar sem stjórnarmyndunarviðræður flokkanna halda áfram. Meira »

Myndaði nakta konu í sturtu

15:14 Héraðsdómur hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa á síðasta ári tekið myndband af konu án hennar vitneskju þegar hún var nakin í sturtu. Þá fór hann inn í kvennaklefa í þeim tilgangi að taka myndband af annarri konu þegar hún var einnig nakin í sturtu. Meira »

„Var hugsað sem pólitísk aðför“

15:33 „Þrátt fyrir að dómstólinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að lögin um landsdóm standist Mannréttindasáttmálann breytir það ekki þeirri niðurstöðu sem ég held að flestir séu sammála um að atkvæðagreiðslan á Alþingi var pólitísk.“ Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Samþykktu tillögu um Landssímareit

14:56 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag deiliskipulagstillögu Landssímareitsins svokallaða við Austurvöll. Þar með er heimild til að reisa 160 herbergja hótel á reitnum fest frekar í sessi. Meira »

Þrír slösuðust á Holtavörðuheiði

14:51 Þrír slösuðust í árekstrinum sem varð á Holtavörðuheiði fyrr í dag og verða þeir fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi eða á heilsugæslustöðina í Borgarnesi. Meira »

Starfshópur um seinkun klukku

14:47 Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi til samræmis við gang sólar. Meira »

Vegum lokað um allt land

14:35 Búið er að opna vegi á Suðausturlandi en hætta er á að loka þurfi einhverjum hluta af Þjóðvegi 1 aftur. Hvasst er á svæðinu en vindhraði mælist til að mynda 22 m/s á Höfn og 26 m/s á Hvalnesi. Meira »

„Má segja að ríkið sleppi með þetta“

14:06 „Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart. Það má segja að ástæðan sé sú að umfang málsins fyrir Mannréttindadómstólnum er miklu minna en lagt var upp með í kærunni.“ Þetta segir Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, í samtali við mbl.is. Meira »

Skóla og sundlaug lokað vegna veðurs

12:58 Skólahald hefur verið fellt niður í dag í Varmahlíðarskóla, skólunum á Sauðárkróki og í Grunnskólanum austan Vatna vegna veðurs og þá verður sundlauginni í Varmahlíð lokað kl. 14. Meira »

Geir segist virða niðurstöðuna

12:30 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segist virða niðurstöðu Mannréttindadómstólsins, sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki gerst brotlegt við ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu með dómi Landsdóms í apríl 2012 gegn Geir. Meira »

8 bíla árekstur á Holtavörðuheiði

13:39 Fjöldaárekstur varð á Holtavörðuheiði nú um eittleytið þegar að minnsta kosti 8 ökutæki rákust saman. Búið er að loka heiðinni vegna óhappsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meira »

Sáu blágrænt ljós þjóta yfir himininn

12:50 Íbúar á Breiðdalsvík sáu blágrænt ljós á himni á mikilli ferð yfir bænum á þriðjudag. Hrafnkell Hannesson var einn þeirra íbúa sem varð var við ljósaganginn. Hann var staddur í Kaupfélaginu þegar ljósið fór yfir. „Þaðan sem við sátum virtist ljósið vera mjög nálægt,“ segir hann. Meira »

Búið að opna yfir Skeiðarársand

12:08 Búið er að opna veginn um Skeiðarársand, en enn er þó óveður á svæðinu. Fyrr í morgun var opnað fyrir um­ferð und­ir Eyja­fjöll­um og eins frá Freys­nesi að Höfn. Hætta er þó á að það loki aftur undir Eyjafjöllum í dag og eins eru líkur á að Holtavörðuheiði lokist um miðjan dag Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Það blæðir úr morgunsárinu, tölus., áritað, Jónas E. Svafár, Spor...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
SÆT ÍBÚÐ T. LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Til leigu vel búnin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvalla...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...