Gunnar Birgisson greiði sekt

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Gunnar Birgisson og Sigrúnu Ágústu Bragadóttur til að greiða hvor um sig 150 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa sem stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Kópavogs gefið Fjármálaeftirlitinu rangar upplýsingar.

Í málinu voru auk Gunnars og Sigrúnar ákærð Ómar Stefánsson, Flosi Eiríksson, Jón Júlíusson og Sigrún Guðmundsdóttir. Þau eru hins vegar sýknuð af öllum sakargiftum.

Ákært var fyrir að ávaxta fé Lífeyrissjóðs Kópavogs með ólögmætum hætti með því að lána í formi peningamarkaðslána og með því að blekkja FME með bréfi sem stjórn sjóðsins sendi stofnuninni þar sem því var lýst yfir að fjárfestingar sjóðsins samrýmdust 36. gr. laga nr. 129/1997 þrátt fyrir að sjóðurinn hefði veitt Kópavogsbæ peningamarkaðslán.

Hvað varðar fyrri liðinn taldi dómurinn að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sýna fram á svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa að stjórn lífeyrissjóðsins hafi verið óheimilt að ávaxta fé lífeyrissjóðsins með lánveitingum til Kópavogsbæjar í formi peningamarkaðslána. Voru þau því sýknuð af refsikröfunni.

Aðrir vissu ekki af yfirlýsingunni

Í öðrum ákærulið var stjórnarmönnum gefið að sök brot gegn 1. mgr. 146. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með því að hafa gefið FME upplýsingar sem hafi verið rangar, þegar þau í greinargerð lífeyrissjóðsins til FME hinn 15. janúar 2009, sem undirrituð var af Gunnari og Sigrúnu Ágústu, „lýstu því yfir að ljóst væri að fjárfestingar lífeyrissjóðsins samrýmdust 36. gr. laga nr. 129/1997, þrátt fyrir að lífeyrissjóðurinn hefði 6. janúar 2009 veitt Y peningamarkaðslán að fjárhæð kr. 330.000.000 sem var í andstöðu við heimildir 1. mgr. 36. gr. laga nr. 129/1997.“

Ágreiningur var um það hvort lífeyrissjóðnum hafi í greinargerð sinni borið að gefa upp stöðu sjóðsins miðað við áramót eða 15. janúar 2009. Stjórnarmennirnir héldu því fram að miða hafi átt við áramótastöðuna og samkvæmt henni hafi greinargerðin verið rétt. Dómurinn taldi hins vegar miða bæri við stöðu sjóðsins 15. janúar 2009, en ekki áramótin.

„Það var hins vegar ekki gert og í greinargerð sjóðsins var í engu getið láns sem [Kópavogsbæ] var veitt 6. janúar 2009 að fjárhæð 330 milljónir króna. Með þessari lánveitingu voru fjárfestingar sjóðsins ekki innan heimilda 36. gr. laga nr. 129/1997, nánar tiltekið 3. og 5. mgr. 36. gr. laganna. Yfirlýsingin í greinargerð lífeyrissjóðsins til FME 15. janúar 2009, um að ljóst væri að fjárfestingar lífeyrissjóðsins samrýmdust 36. gr. laga nr. 129/1997, sem ákærðu [Gunnar] og [Sigrún Ágústa] undirrituðu, var því röng,“ segir í dómnum.

Aðrir stjórnarmenn héldu því fram að þeim hafi ekki verið kunnugt um þessa fullyrðingu fyrr en löngu síðar, eða 18. maí 2009. Tölvupóstsamskipti studdu það að þau hafi ekki vitað af þessari fullyrðingu þegar greinargerðin var send FME og voru þau því af þeirri ástæðu ekki sakfelld fyrir að veita FME rangar upplýsingar.

Málskostnaður upp á 8.097.888 krónur

Töluverðan málskostnað leiddi af málinu og var Gunnari gert að greiða 1/5 af 1.506.000 króna þóknun verjanda síns og Sigrún Ágúsa 1/5 af 1.506.000 króna þóknun verjanda síns.

Málskostnaður þeirra sem sýknuð voru af öllum kröfum nam 5.085.888 og greiðist hann úr ríkissjóði eins og 4/5 hluta málskostnaðar Gunnars og Sigrúnar Ágústu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skipverjarnir komnir í land

10:45 Skipverjarnir þrír á bandarísku skútunni sem lentu í vandræðum suðvestur af Íslandi aðfaranótt miðvikudags eru komnir í land. Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson, sem bjargaði þeim úr sjálfheldu, sigldi með þá til Grindavíkur í morgun. Meira »

Nóttum á hótelum fjölgaði um 6%

10:21 Gistinætur á hótelum í júní voru 392.900 sem er 6% aukning miðað við júní 2016. Um 55% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu eða 217.800, sem er 3% aukning miðað við júní 2016. Gistinætur á Suðurnesjum voru 25.800, sem er 55% aukning frá fyrra ári en einnig var 11% aukning á Suðurlandi. Meira »

„Það stoppar ekki síminn hjá okkur“

10:06 „Það stoppar ekki síminn hjá okkur,“ segir sölu- og markaðsstjóri Fenris og Elnet-tækni ehf. í kjölfar þess að lokað hefur verið fyrir örbylgjusjónvarpsútsendingar. „Við höfum haft nóg að gera.“ Meira »

Meðalaldur kennara hækkar

09:35 Meðalaldur starfsfólks við kennslu í grunnskólum hefur farið hækkandi frá árinu 2000. Haustið 2000 var meðalaldur starfsfólks við kennslu 42,2 ár en var 46,8 ár haustið 2016. Á þessu tímabili hefur meðalaldur kvenkennara hækkað meira eða úr 41,8 árum í 46,9 ár. Meira »

Gætu tafist á leið út á flugvöll

09:22 Þeir sem eiga leið til Keflavíkur til og frá flugvellinum í kvöld og aðfaranótt laugardags 29. júlí gætu tafist vegna malbikunarframkvæmda við Rósaselshringtorg í Keflavík. Hringtorginu verður lokað í tveimur áföngum og verður umferðarstýring til og frá flugvelli á meðan framkvæmd stendur yfir. Meira »

Björguðu manni af jökli

08:36 Björgunarsveitir fundu manninn, um klukkan fjögur í nótt, sem ætlaði að gista nóttina í tjaldi á Síðujökli en lenti í vandræðum vegna veðurs. Maðurinn hafði samband við björgunarsveitir um miðnætti í gær og náði að senda út neyðarboð með neyðarsendi og því var staðsetning hans þekkt. Meira »

Fjöldi landsela undir markmiði

08:18 Árleg vísindatalning útsela úr lofti fer fram í haust. Talning landsela úr lofti fór fram 2016 og var niðurstaða talningarinnar ekki góð. Meira »

Nokkrir metrar upp á topp

08:21 John Snorri Sigurjónsson er kominn í 8.535 metra hæð á fjallinu K2 sem er 8.611 metra hátt sem þýðir að hann á um 76 metra eftir upp á topp samkvæmt nýjustu GPS-mælingum sem voru kl. 8:12. Meira »

Ágætar horfur með kartöfluuppskeru

07:57 „Horfur með kartöfluuppskeru í haust eru alveg ágætar,“ segir Bergvin Jóhannsson, bóndi á Áshóli í Grýtubakkahreppi í Eyjafirði, en hann er formaður Landssambands kartöflubænda. Meira »

Göngufólkið er fundið

07:41 Fólkið sem varð viðskila við gönguhóp sinn í Lónsöræfum er fundið. Fólkið hafði náð að komast af sjálfsdáðum í skálann Egilssel og amar ekkert að því. Björgunarsveitir áttu erfitt með að komast í samband við skálann því bilun er í fjarskiptabúnaðinum þar. Meira »

Blæðingar á fleiri stöðum

07:40 „Þetta er að gerast ár eftir ár þegar svona hlýtt er,“ segir Birkir Fanndal, íbúi í Mývatnssveit, um blæðingar í malbiki á svæðinu. Hann segir virðast sem efni sem notuð eru í vegina þoli ekki hita og komi upp í gegnum malbikið og geti fest við hjólbarða bifreiða. Meira »

Sextug Hallgrímskirkja liggur undir skemmdum

07:37 Sextíu ára afmæli Hallgrímskirkju í Saurbæ er fagnað í ár en kirkjan var vígð 28. júlí árið 1957. Kirkjan er ein af höfuðkirkjum Íslands og byggð til minningar um sálmaskáldið séra Hallgrím Pétursson. Meira »

Skjálfti að stærð 3,2

07:35 Verulega hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni við Fagradalsfjall á Reykjanesskaganum sem hófst að morgni 26. júlí. Stærsti skjálftinn síðan á miðnætti mældist 3,2 að stærð kl. 05:56. Frá byrjun hrinunnar hafa mælst yfir 600 skjálftar. Meira »

Brotist inn í heilsugæslu

06:48 Brotist var inn í heilsugæslu í Austurbænum í nótt en ekki er vitað hvað var tekið. Lögreglunni barst tilkynning um innbrotið rétt fyrir miðnætti í gær og tveimur klukkutímum síðar eða kl. 02:16 var karlmaður sem grunaður er um innbrotið handtekinn. Meira »

Á toppinn um sjöleytið

06:06 Eftir um það bil eina klukkustund nær John Snorri Sigurjónsson á topp K2 fyrstur Íslendinga ef allt gengur samkvæmt áætlun. Hann lagði af stað í gær um klukkan 17 að íslenskum tíma. Fjallið er eitt það erfiðasta og hættulegasta í heimi. Meira »

Erill vegna ökumanna undir áhrifum

07:30 Talverður erill var hjá lögreglunni í nótt vegna ökumanna sem voru undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Alls hafði lögreglan afskipti af fimm ökumönnum í slíku ástandi og þurfti að svipta einn ökumann ökuréttindum sínum. Þeir voru allir færðir til blóðtöku en var sleppt að því loknu. Meira »

Þyrlan leitar fólks við Vatnajökul

06:28 Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, var kölluð út í morgun rétt fyrir klukkan sex í leit að þremur göngumönnum sem urðu viðskila við gönguhóp sinn í Lónsöræfum austan við Vatnajökul. Mikil þoka er á svæðinu sem gerir leit erfiða en þyrlan er með GSM-miðunarbúnað um borð. Meira »

Ekki tekist að einfalda regluverkið

05:30 „Við getum öll verið sammála um að lög og reglugerðir sem heilbrigðiseftirlitið á að framfylgja, og svo rekstraraðilar og almenningur að fara eftir, geta verið íþyngjandi og því miður hefur ekki tekist að einfalda regluverk í raun eins og vonir stóðu til.“ Meira »
Eyjasol íbúðir og sumarhús.....
Fallegar 2- 3ja herb. íbúðir fyrir ferðafólk og íslendinga á faraldsfæti. Allt ...
Tvær sumarhúsalóðir og tveir hlutar í flugskýli til sölu.
Til sölu í kjarrivöxnu landi í Haukadal á Rangárvöllum tveir hlutar í flugskýli ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...