Atkvæðagreiðslan öllum í hag

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, segir að ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð aðildarviðræðna við ESB væri öllum í hag þar á meðal Evrópusinnum sem fengju þá staðfestingu á umboði sínu. Hinsvegar tekur hún undir að umræðan um atkvæðagreiðslu styðji ekki samningsstöðu Íslands.

Hún segir ljóst að 60-65% Íslendinga vilji ekki aðild að sambandinu en hún segir þingið og íslenskt stjórnvöld of upptekin af aðildarferlinu sem geri það að verkum að aðkallandi mál komist ekki á dagskrá og nefnir málefni heimilanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert