Vilja ekki rannsaka eigin einkavæðingu

mbl.is

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir með ólíkindum að ríkisstjórnarflokkarnir, Samfylkingin og Vinstrihreyfingin - grænt framboð, vilji ekki að fram fari rannsókn á einkavæðingu þeirra á bönkunum í kjölfar bankahrunsins. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Gunnars í kvöld.

Ríkisstjórnin hefur langt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að fram fari rannsókn á einkavæðingu bankanna í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins en stjórnarandstæðingar hafa lagt til að um leið verði rannsakað hvernig staðið hefði verið að einkavæðingu bankanna á ný eftir að ríkið tók þá yfir í bankahruninu.

„Það er með ólíkindum að ríkisstjórnarflokkar sem þykjast vera með allt uppi á borðum vilja ekki rannsaka þeirra einkavæðingu á bönkunum. Erlendir vogunarsjóðir fengu bankana í boði Samfylkingar og VG og í kaupbæti þá fjármuni sem heimilin áttu að fá til leiðréttingar lána! Rannsökum allar einkavæðingar banka fyrr og nú. Annað kemur ekki til greina,“ segir Gunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert