Vilja funda með sendiherra Þýskalands

Evrópusambandsfáni blaktir við hlið belgíska fánann í Brussell. Úr safni.
Evrópusambandsfáni blaktir við hlið belgíska fánann í Brussell. Úr safni. Reuters

Framkvæmdastjórn Heimssýnar hefur ákveðið að bjóða sendiherra Þýskalands á Íslandi, Herman Sausen, til fundar þar sem fjallað verður um mikilvægi þess að þjóðin hafi ráðrúm til að komast að sjálfstæðri niðurstöðu varðandi Evrópusambandsmálið.

Fram kemur í ályktun sem Heimsýn hefur sent frá sér að, Sausen hafi í grein, sem hann skrifaði í Morgunblaðið í gær, gert tilraun til réttlæta afskipti Evrópusambandsins af íslenskum innanríkismálum.

Vísað er til orða Sausen sem skrifaði: „Ásökunin um afskipti af innanríkismálum er röng þegar af þeirri ástæðu, að aðildarviðræðurnar eru ekki innanríkismál, heldur hluti af utanríkisstefnu bæði Íslendinga og ESB.“

Framkvæmdastjórn Heimsýnar telur þessa túlkun sendiherrans vera tilraun til að sniðganga lög um aðild Íslands að alþjóðasamningi um stjórnmálasamband. En þar komi eftirfarandi fram:

„Það er skylda allra þeirra, sem njóta forréttinda og friðhelgi, að virða lög og reglur móttökuríkisins, en þó þannig að forréttindi þeirra eða friðhelgi skerðist eigi. Á þeim hvílir einnig sú skylda að skipta sér ekki af innanlandsmálum þess ríkis.“

Þá áréttar framkvæmdastjórn Heimssýnar að lýðræðislegar kosningar séu fyrst og fremst innanríkismál og þær hætti ekki að vera það þótt þær fjalli í einhverjum tilvikum um utanríkismál.

„Heimssýn fagnar því að kjósendur hafi góðan aðgang að hlutlausum upplýsingum um ESB og að innlendar fylkingar setji fram sín rök með og móti aðild. En hundruða milljóna kynningarátak ESB á kostum aðildar er ekkert annað en óheft inngrip fjársterks hagsmunaaðila sem skekkir jafnréttisgrundvöll hins beina lýðræðis.

Framkvæmdastjórn Heimssýnar hvetur íslensk stjórnvöld til að standa vörð um lýðræðið og hafna því áliti þýska sendiherrans að Evrópusambandið eigi íhlutunarrétt í íslensk innanríkismál,“ segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert