Kynjabilið lítið breytt

Framkvæmdastjórar og stjórnarmenn fyrirtækja eftir kyni 2008-2011.
Framkvæmdastjórar og stjórnarmenn fyrirtækja eftir kyni 2008-2011. mbl.is

Hlutfall kvenna í áhrifastöðum fyrirtækja hefur lítið breyst frá hruni. Í framkvæmdastjórastöðum var það 1% hærra í lok síðasta árs en 2008.

Tölurnar eiga við hlutafélög, einkahlutafélög, samvinnufélög og sjálfseignarstofnanir og eiga því ekki við hið opinbera. Hitt er ljóst að þegar ríkisstjórn Samfylkingar og VG tók við var stefnan sett á kynjaða hagstjórn. Þessi áhersla kom skýrt fram í ræðu Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG, um kynjaða hagstjórn á vestnorrænni ráðstefnu um jafnréttismál 7. júní 2010.

„Eitt af þeim tækjum sem við getum og eigum að beita til að stuðla að jafnrétti er kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð... Eftir efnahagshrunið ákvað ríkisstjórn Íslands að setja á fót vinnuhóp til að meta áhrif efnahagsástandsins á stöðu kynjanna... Búið er að ráða verkefnastjóra til að halda utan um tilraunaverkefnið og vera ráðuneytunum innan handar á fyrstu stigum þess. Hvert og eitt verkefni verður kynnt núna í næstu fjárlögum og niðurstöðurnar í fjárlögum 2012,“ sagði Steingrímur og boðaði endalok „kynblindra fjárlaga“, sem tækju ekki mið af ólíkum áhrifum fjárlaga á stöðu kynjanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert