Skipulögð aðför að framboðinu

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi segir að skipulögð aðför sé gerð að framboði hans, en í ljós hafi komið að einn og sami einstaklingurinn falsaði allar undirskriftirnar sem reyndust falsaðar á meðmælendalistum fyrir framboð hans. Óprúttnir aðilar hafa reynt að narra hann í heimsóknir í fyrirtæki.

„Þetta er bara ráðgáta, virkilega alvarlegt mál,“ segir Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi, um falsanirnar á undirskriftunum á meðmælendalistum hans. „Þetta þarf að afhjúpa.“ 

Hann segir að engar sannanir liggi þó fyrir að undirskrifirnar séu falsaðar, hugsanlega hafi einhverjir skrifað undir sem vilji ekki kannast við það, einhverra hluta vegna. „Það er mér vitanlega ekki búið að rannsaka þetta mál,“ segir Ástþór.

„En það er einn ljós punktur í þessu; ef mitt framboð hefur orðið til þess að benda á brotalamirnar í kosningakerfinu, þá er það sigur fyrir Lýðræðishreyfinguna sem vinnur að lýðræðisumbótum.“

Sami maðurinn safnaði fölsuðu undirskriftunum

Ástþór segir að hann hafi sett inn „öryggisventil“ á meðmælendalista sína, sem felst í því að á þeim kemur fram hver safnaði undirskriftunum. Að sögn Ástþórs var það sami aðilinn sem safnaði öllum „fölsuðu“ undirskriftunum. 

„Það kom fyrst upp grunur varðandi þennan mann í Reykjavík. Hann fór hringinn í kringum landið og við vitum hvert hann fór því við greiddum fyrir hann gistingu og ferðakostnað. Það eru ekki öll nöfnin sem hann safnaði fölsuð, en hluti þeirra.“

Ástþór segist hafa sent yfirkjörstjórnum skönnuð eintök af meðmælendalistunum fyrir 6-7 vikum og hafi síðan afhent þá í innanríkisráðuneytið skömmu síðar. „Þeir liggja með þetta í margar vikur og skoða þetta ekki fyrr enn rétt áður en fresturinn rennur út, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir frá mér um að það yrði unnið tafarlaust í listunum og skorið úr um hvort þeir væru í lagi. Það hefði átt að skoða listana miklu fyrr.“

„Mér fannst mjög óeðlilegt að það væri hafin utankjörfundarkosning á meðan framboðið mitt var ekki lýst löglegt og alvöru. Það hefur verið rekinn áróður fyrir því að þetta sé ekki alvöru framboð. Það setur þetta framboð strax í neikvætt ljós, sem dregur fram alls konar fólk sem vill spilla fyrir framboðinu.“

Enginn kannaðist við neitt

Ástþór segir að fleiri dæmi séu um að reynt hafi verið að spilla fyrir framboðinu.

„Ég setti inn á netið boð um að við hjónin myndum heimsækja fyrirtæki og kynna framboðið. Vel á annað hundrað beiðnir bárust okkur frá ýmsum fyrirtækjum, en stór hluti þess er svindl. Það hefur komist upp þegar við höfum hringt og viljað staðfesta heimsóknina og þá kannast enginn við neitt. Þetta eru skipulagðar árásir.“

Ástþór segist ekki vita hverjir séu þarna að verki. „Ég skil ekki af hverju, kannski er þetta fíflaskapur. En ég stend bara hérna og klóra mér í hausnum. Ég skil þetta ekki. Þetta er mjög alvarlegt, það er ekki bara verið að valda mér bæði fjárhags- og tímatjóni, heldur er líka verið að spila með lýðræðið. Og það er þjóðin sem ber skaðann af því. Annars skiptir það engu  máli í þessu sambandi hvort ég er talinn eiga vinningslíkur eða ekki, framboðið á fullan rétt á sér.“

Fagmannlega að verki staðið

Hann segist gera ráð fyrir að innanríkisráðuneytið kanni nánar hvernig staðið var að fölsun undirskriftanna á meðmælendalistunum. „Ég er brotaþolinn og mitt framboð. Það er yfirvaldsins eða ráðuneytisins að ganga eftir því að rannsaka þetta.“

Ástþór segist vera búinn að safna undirskriftum í staðinn fyrir þær fölsuðu að hluta til, en  tíminn sé naumur. „Ef ég fæ að vita rétt fyrir lokun að það vanti einhverjar undirskriftir úti á landi, þá get ég ekki safnað því einn tveir og þrír.“

Að sögn Ástþórs var fagmannlega að verki staðið við fölsun undirskrifanna og hann nefnir dæmi um að fölsuð undirskrift gamals manns hafi verið skrifuð með titrandi hendi. „Þetta er skipulögð aðför, ekkert annað.“

 Frétt mbl.is: Skrifuðu ekki undir með eigin hendi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Liggur á að koma upp enn einu hótelinu

20:16 „Það er ekkert ofmælt að þetta sé helgasti staður þjóðarinnar. Erlendis eru menn ekkert að flýta sér og kasta til höndum þegar þeir skipuleggja og kasta til hendi á þannig stöðum. Fornleifarannsóknin stendur enn yfir en það liggur samt rosa mikið á að koma upp enn einu hótelinu.“ Meira »

Dregið úr leit að manni við Gullfoss

20:13 Leit að manninum sem fór í Gullfoss í gær er lokið í dag og eru síðustu hóparnir að klára sín verkefni að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. Verið er að funda um næstu skref en ljóst er að dregið verður úr leitinni strax á morgun. Meira »

Myrk matarupplifun og tamdir hrafnar

19:51 Á bænum Vatnsholti í Flóahreppi kennir ýmissa grasa en þar reka athafnahjónin Jóhann Helgi Hlöðversson og Margrét Ormsdóttir sveitahótel og veitingastaðinn Blind Raven sem óhætt er að segja að eigi engan sinn líka. Ásamt því að standa í rekstri rækta hjónin einnig hrafna og hafa fuglarnir frá Vatnsholti slegið í gegn á undanförnum árum. Meira »

„Hún er ótrúlega sterk“

19:23 Fyrir tæpum átta vikum lenti Lára Sif Christiansen í alvarlegu hjólreiðaslysi sem olli því að í dag er hún lömuð frá brjósti og óvíst er hvort hún muni ganga á ný. Meira »

Margir skilja íslensk lög illa

18:44 Torskilin orð, setningaskipan og flókinn texti koma í veg fyrir að margir Íslendingar skilji íslenska lagatexta. Þetta er niðurstaða forrannsóknar á skilningi almennings á lagatextum sem var gerð síðasta sumar en þá voru þátttakendur fáir svo rannsaka þarf skilning almennings á réttindum sínum og skyldum betur. Meira »

Vatnavextir hafa náð hámarki

18:20 Miklir vatnavextir eru í Eldvatni í Vestur-Skaftafellssýslu í kjölfar mikillar úrkomu á svæðinu síðustu tvo daga. Engin hætta stafar af vatninu gagnvart umferð eða nærliggjandi byggð. Meira »

40% íbúa skrifa undir óánægjuskjal

17:08 Íbúar í Fjallabyggð afhentu í dag bæjarstjórn Fjallabyggðar undirskriftalista þar sem formlega er mótmælt breytingum á fræðslustefnu sveitarfélagsins. Um 600 manns eða tæplega 40 prósent íbúa skrifuðu undir. Meira »

Fór líklega ofan í fyrir ofan fossinn

18:05 Sporhundur rakti slóð hælisleitandans sem fór í Gullfoss í gær að svæði fyrir ofan fossinn. Bílinn, sem lögregla beindi sjónum sínum að fljótlega eftir að rannsókn á slysinu hófst, hafði maðurinn fengið að láni en ekki er um að ræða bílaleigubíl. Meira »

Mengun ekki yfir mörk á Ylströnd

16:50 Saurkólígerlamengun við Faxaskjól var yfir mörkum í sýni heilbrigðiseftirlitsins sem er var tekið 19. júlí. Þeir voru 2.000 í 100 ml. Daginn áður, 18. júlí, þegar neyðarlokan var opnuð við dælustöðina í Faxaskjóli voru þeir heldur fleiri eða 71.000/18.000 saurkólígerlar/enterokokkar í 100 ml. Meira »

Olía lak úr rútu á Vonarstræti

16:33 Um 25 lítrar af olíu láku úr rútu á Vonarstræti og hefur götunni verið lokað meðan á þrifum stendur. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var sendur einn dælubíll í útkallið en unnið er að hreinsun á hreinsibílum með sápu. Meira »

Þrjú og hálft ár fyrir kókaínsmygl

16:28 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær brasilískan karlmann í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Honum er gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á samtals 1.950 ml af kókaíni sem hafði 69% styrkleika, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Meira »

Barnabarnið skaðbrennt eftir garðvinnu

16:14 Eftir garðvinnu með ömmu sinni hlaut Stefán, 12 ára, mikil brunasár á höndum. Útbrotin komu í ljós 48 tímum eftir að þau höfðu setið og átt gæðastund í garðinum og hreinsað til. Við athugun kom í ljós að plantan Bjarnarkló var skaðvaldurinn en hún getur valdið alvarlegum bruna og blindu. Meira »

Guðna minnst með þakklæti og hlýju

16:10 Guðni Baldursson, einn stofnenda og fyrsti formaður Samtakanna ’78, er látinn, 67 ára að aldri. Hann var brautryðjandi og óþreytandi í baráttu sinni fyrir réttindum hinsegin fólks á Íslandi og margir minnast hans með miklu þakklæti og hlýhug í samantekt sem birtist á gayicleand.is Meira »

Saurkólígerlamengun í Varmá

15:24 Fiskadauðann, sem varð 14. júlí síðastliðinn í Varmá í Mosfellsbæ, má líklega rekja til skyndilegrar mengunar í Varmá vegna efnanotkunar á vatnasviði árinnar. Efnið hefur líklega borist í ána um regnvatnslagnir sem taka ofanvatn eða regnvatn í niðurföllum á götum og lóðum. Meira »

Bora holur í Surtsey í rannsóknarskyni

15:06 Stærsta rannsókn frá upphafi í Surtsey hefst í ágúst. Ætlunin er að bora holur í eyjunni og nýta gögnin sem fást til margvíslegra og flókinna rannsókna. Meira »

Íbúðir koma í stað fiskvinnslu

15:25 Stórvirkar vinnuvélar vinna nú að því að rífa atvinnuhúsnæðið á Keilugranda 1 í vesturbæ Reykjavíkur. Þarna mun húsnæðissamvinnufélagið Búseti byggja 78 íbúðir á næstu misserum. Meira »

Vill meira eftirlit með Eiðsvík

15:09 „Við leggjum þunga á að borgaryfirvöld bregðist við og grípi til aðgerða. Okkur finnst skrítið að það sé ekki hægt að finna út hvaðan mengunin kemur,“ segir varaformaður íbúasamtaka Grafarvogs um olíulekann í Grafarvogslæk. Meira »

Finna enn ekkert í brunnum

14:31 Enn er unnið að því að hreinsa upp olíumengunina í Grafarlæk í Grafarvogi. Starfsmenn Veitna hafa síðustu daga aðstoðað Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur við að leita að upptökum olíumengunar sem rennur úr regnvatnskerfinu í lækinn í botni Grafarvogs. Meira »
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 321.300,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Gleraugu - töpuðust í Galtarlækjarskógi
Gleraugu (Ray Ban) Svört spöng - karlmanns - Týndust í útilegu í Galtarlæk þann...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...