Tillaga Vigdísar felld

mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Tillaga Vigdísar Hauksdóttur um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu var felld á Alþingi í dag. 25 þingmenn studdu tillöguna, en 34 þingmenn sögðu nei. Fjórir voru fjarverandi.

Tillaga Vigdísar var eftirfarandi spurning yrði borin undir þjóðina: „Vilt þú að stjórnvöld dragi aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka?“

Allir þingmenn Samfylkingarinnar höfnuðu tillögunni. Það sama gerðu þingmenn Hreyfingarinnar. Þingmenn VG höfnuðu tillögunni, nema Jón Bjarnason og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sem studdu hana.

Þingmenn Sjálfstæðisflokks studdu tillöguna, nema Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem greiddi atkvæði gegn henni. Þingmenn Framsóknarflokks studdu tillöguna nema Siv Friðleifsdóttir sem hafnaði henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert