Verða að sameinast Garðabæ

Sveitarfélagið Álftanes.
Sveitarfélagið Álftanes. mbl.is/Golli

Forsenda samkomulags um lækkun skulda Álftaness er að sveitarfélagið sameinist Garðabæ. Viðræður standa nú yfir milli stjórnenda sveitarfélaganna.

Í fréttatilkynningu frá innanríkisráðuneytinu segir að fjárhaldsstjórn Álftaness hafi náð samkomulagi um lækkun skulda og skuldbindinga  sveitarfélagsins en fjárhaldsstjórnin hefur síðustu misseri unnið með sveitarstjórninni að endurskipulagningu fjármála sveitarfélagsins.

Fjárhaldsstjórnin hefur gert innanríkisráðherra grein fyrir helstu þáttum samkomulagsins. Samkvæmt því er áætlað að skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins verði rúmlega 3,2 milljarðar króna í lok ársins 2012 en þær voru alls rúmlega 7,2 milljarðar árið 2009. Tekist hefur að hagræða verulega í rekstri sveitarfélagsins og var rekstrarafgangur af reglulegri starfsemi á síðasta ári og samkvæmt áætlun endurskoðanda sveitarfélagsins er einnig gert ráð fyrir rekstrarafgangi á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert